Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 136

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2012 · 2 állinn gjörsamlega út um þúfur sökum anna og þreytu. (204–211) Í viðtali okkar stakk ég upp á því að skrásetningaráráttan gæti hafa verið merki um ofvirkni en við það vildi Sig­ urður alls ekki kannast : Ég var alls ekki ofvirkur. Ég skynja þetta ekki þannig. Ég var fremur rólyndur held ég, draumlyndur. En jafnframt haldinn mikilli athafnaþrá. Stundum var ég óþolinmóður af því mér fannst ég ekki vera að gera neitt, það væri svo margt sem ég gæti verið að gera. Hins vegar var í þessum framkvæmdum einhvers konar samspil konsepts og útfærslu þar sem útfærslan endaði í never ending story. Minnisbók fjallar um Frakklandsár höf­ undar sem þangað flutti aðeins 19 ára gamall, Bernskubók segir af æskuárum Sigurðar. Í báðum verkunum spilar athafnaþráin, sem í dag yrði ef til vill skilgreind sem ofvirkni, stórt hlutverk. Í Minnisbók sjá lesendur ungan mann sem er sífellt á iði, æstur í að kanna lífið til hins ýtrasta og gengur svo langt að hann fer fram á ystu brún. Hann les sér næstum til óbóta og finnur sig staddan einn dag, eða nótt, á veitingahúsi á St. Germain þar sem hann segir gestum og gangandi frá því í smáatriðum hvernig hann fór að því að drepa gamla konu með öxi – kominn í hlutverk Raskolni­ kovs í Glæp og refsingu eftir Dostoj­ evskí! (219). Ungi maðurinn í Minnis- bók kemur nær mállaus til Frakklands og þarf að bjarga sér einn og óstuddur. Og þar er frásögnin oft tryllt og hröð enda er ungi maðurinn að reyna að gera margt á sama tíma; læra nýtt tungumál, stunda nám, lesa, kanna næturlífið og lendir að auki í miðju stúdentauppreisn­ arinnar árið 1968. Tónlistin spilar jafn­ framt stórt hlutverk í lífi hans; Janis Joplin, Jim Morrison, Bítlarnir og þann­ ig mætti áfram telja. Tilveran er brjálað stuð frá morgni til kvölds og þar sem fjörið er þar er Sigurður mættur! En þrátt fyrir tryllinginn er draumlyndið aldrei fjarri. Í Bernskubók sjá lesendur einnig athafnasama og draumlynda manneskju sem finnur stöðugt fyrir magnaðri skrá­ setningaráráttu og athafnaþrá sem mörgum árum síðar braust út í rithöf­ undinum Sigurði Pálssyni. Það er sérkennilegt til þess að hugsa að Sigurður skuli hafa valið að skrifa Minnisbók á undan Bernskubók því á æskuárum ólst hann upp við mjög ákveðna forgangsröðun eins og eftirfar­ andi tilvitnun í dagbók föður hans á fæðingardegi hans gefur til kynna: Allgóður þurrkur út úr hádegi. Hirt á Hólunum og Sléttunni fyrir framan hús, sett upp á Sveinafleti. Kom hér Þor­ kell Jóhannesson prófessor og frú og stönsuðu um skeið. Ljósmóðir sótt út úr hádegi. Í kvöld eða nótt, 15. mín. fyrir 12 á miðnætti fæddist okkur drengur, 16 merkur að þyngd og efnilegur að sjá. Fæðing gekk heldur seint. (12) Fyrst er fjallað um veðrið, svo bústörfin, gestakomur og að síðustu fæðingu son­ arins. En hugsanlega hefur hin sterka forgangsröðun í æsku haft þau áhrif á Sigurð að í undirmeðvitundinni ákvað hann að gera uppreisn og hafa hlutina í öfugri röð. Í Bernskubók fjallar Sigurður um uppvaxtarár sín á Skinnastað í Norður­ Þingeyjarsýslu þar sem faðir hans þjón­ aði sem prestur. Sigurður er yngstur í stórum hópi systkina, faðir hans var fimmtugur þegar hann fæddist. Heimil­ ið er stórt, mikill gestagangur og á einum stað segir Sigurður: Húsið tók endalaust við fólki. Barnið réði engu, skipulagði ekkert, Vissi ekki neitt fyrr en ný ráðstöfun hafði tekið gildi, nú var einhver mættur í símaherbergið eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.