Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 142

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2012 · 2 skemmtilega írónísk og eiginlega bráð­ nauðsynlegt að þau komi fyrir augu danskra bókmenntamanna. Persónulegt líf Þótt hér hafi verið lögð áhersla á bók­ menntasögulegt inntak Landnáms. Ævisögu Gunnars Gunnarssonar og nýja sýn höfundar á skáldverk Gunnars er þáttur hins persónulega lífs skáldsins í bók Jóns Yngva einnig ítarlegri og fyllri en í fyrri bókum um Gunnar, enda um að ræða ítarlegustu rannsókn á þessum höfundi sem á prent hefur komið. Jón Yngvi dregur upp trúverð­ uga mynd af Gunnari sem vekur oft aðdáun og samúð en er þó ekki alltaf geðfelld. Þrautseigja og úthald Gunnars á þeim árum sem hann er að hefja sinn feril með tvær hendur tómar hlýtur þó að vekja aðdáun flestra. Metnaður hans er ærinn og snýr að tvennu; að verða virtur rithöfundur og traustur fjöl­ skyldufaðir. Því verður ekki á móti mælt að Gunnar náði takmarki sínu á báðum sviðum og kannski ekki síst vegna þeirra persónueiginleika sem falla manni síst í geð; þrjósku, ráðríki og jafnvel ofmetnaðar. Hér er líka kafað dýpra í persónuleg málefni á borð við ástarsambönd Gunnar bæði fyrir og í hjónabandi og er sambandi hans við Ruth Lange, sem hann eignaðist með son árið 1929, gerð ítarleg skil. Sú saga sýnir Gunnar í nokkuð óvægnu ljósi sem mann sem hefur tilfinningalegt heljartak á ungri konu sem virðist lúta vilja hans í einu og öllu. Þá er afstaða hans til sonar þeirra, Gríms, síðar á ævinni ekki alltaf geðfelld og sú frásögn vekur upp hugleiðingar um hvort Gunn­ ar sé ekki sjálfur kominn í hlutverk föð­ urins sem bregst, eins og hann sjálfur lýsir svo oft í sínum eigin skáldverkum og áður er rætt, (sjá frásögn af heimsókn Gríms á Skriðuklaustur 403–405). Gunnar og Franziska, eiginkona hans, eignuðust tvo syni, Gunnar (1914) og Úlf (1919), en árið 1912 eignaðist Gunn­ ar að öllum líkindum son með Anne Marie Pedersen sem hann trúlofaðist fyrsta veturinn sem hann bjó í Dan­ mörku 1907. Upp úr þeirri trúlofun slitnaði um tveimur árum síðar en sonur Annie Marie, Alf Pedersen, fædd­ ist 31. október 1912, rúmum tveimur mánuðum eftir að Gunnar og Franziska giftu sig. Hér er komið „launbarn“ Gunnars og kemst hann þar í flokk með félögunum Halldóri Laxness og Þór­ bergi sem einnig áttu sín launbörn. Jón Yngvi fjallar líka ítarlega um þau tvö málefni sem hafa verið nokkuð í kastljósinu undanfarin ár og tengjast Gunnari; annars vegar Nóbelsverðlauna­ málið og hins vegar afstöðu Gunnars til Hitlers og Þýskalands á stríðsárunum. Umfjöllun Jóns Yngva um þessi mál er vönduð og án sleggjudóma en þó ekkert dregið undan og í báðum tilvikum tekst honum vel að bæta dráttum við hina áður þekktu mynd. „Hann var fjarstaddur og missti af fjörinu“ Það er óumdeilanleg staðreynd að hin margumtalaða „staða Gunnars Gunn­ arssonar“ í íslenskum bókmenntum var staða útlagans, þess höfundar sem átti erfitt uppdráttar vegna fjarveru sinnar frá hinum íslenska menningarvettvangi á umbrotatímum í íslenskri bókmennta­ sögu. Þótt Gunnar hafi sent frá sér meistaraverk á borð við Fjallkirkjuna og Svartfugl voru landar hans lengi vel furðuáhugalitlir um verk hans og kannski er helsta skýringin á því að vegna fjarveru sinnar tilheyrði hann engri klíku rithöfunda eða mennta­ manna. Jón Yngvi ræðir átök í íslenskri menningarumræðu á þriðja áratugnum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.