Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 2

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 2
2 TMM 2013 · 1 Frá ritstjóra „… Geri ráð fyrir að þú sért ábyrgur fyrir birtíngu á mynd af mér vegna auglýsíngar á bók minni í Helgafelli. Ég hef að vísu ekki á móti því að bók mín seljist og um hana verði rætt af sanngirni en ég kæri mig ekki um að vera myndaður fyrir alþjóð og þar með að verða fyrir ónæði glápandi spyrjandi fólks á förnum vegi. Ég er vinnumaður sem þarfnast friðar og næðis og fyrirlít allt skrum og hégóma í sambandi við verk mín. Þess vegna banna ég þér hér með að birta af mér myndir á prenti eða útvega öðrum til birtíngar …“ Þannig skrifar Steinar Sigurjónsson útgefanda sínum, Ragnari í Smára, snemma á 7. áratugnum, eins og lesa má um í forvitnilegri samantekt Þor- steins Antonssonar á bréfaskiptum Steinars og nokkurra útgefenda og ritstjóra sem Steinar átti í samskiptum við. Vera má að þarna örli á ólíkindalátum en klausan er þá hvað sem öðru líður vitnisburður um það hvernig framsækinn rithöfundur á þessum tíma kaus að sviðsetja sig – eða sviðsetja sig ekki. Bréfin bera höfundum sínum vitni: Þarna er Indriði G., nokkuð hranalegur en raungóður; Sigurður A. hreinskiptinn og útsjónarsamur, Óliver Steinn afdráttarlaus í áhugaleysi sínu, Ragnar í Smára andríkur og hreinskilinn, Valdimar í Iðunni glaðbeittur en vill að hlutirnir séu á hreinu og ekkert áfengi sé í spilinu. Það sama vill sonur hans, Jóhann Páll þrjátíu árum síðar, og talar enga tæpitungu. Bréf Steinars eru skáldleg, ævintýraleg og tilfinn- ingarík. Og stíluð. Hann var þannig höfundur; um leið og hann er farinn að skrifa fer hann að stíla – sviðsetja sig. Í þessu hefti má lesa um annan höfund sem varð alkóhólisma að bráð, Ole- Lund Kierkegaard, danska barnabókahöfundinn sem bjó til Gúmmí-Tarzan og fleira gott, en Þórarinn Leifsson, rithöfundur og myndlistarmaður, rekur hér raunalega ævi hans. Steinunn Inga Óttarsdóttir segir frá enn öðrum manni sem átti erfiða ævi, Sveini Pálssyni, en ógæfa hans var af öðrum toga: hann var fyrsti náttúrufræðingurinn hjá þessari þjóð sem hefur löngum verið einkennilega frábitin þeim merku fræðum, en haft þeim mun dýpri skilning á sálarlífi sauðkindarinnar, eins og Sigríður Halldórsdóttir sýnir fram á í fyndnum texta. Og er þá fátt eitt talið af efni tímaritsins að þessu sinni. Guðmundur Andri Thorsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.