Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 4
4 TMM 2013 · 1
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Getur þú staðið í vegi
fyrir framförum?
Ferðasaga úr kaleidóskópískri tímavél Angeli Novi
Til er ljósmynd, tekin af Richard Peter, sem sýnir styttu af engli er horfir
yfir rústir Dresden. Þrjár nætur í febrúar 1945 var þýska borgin – sem
á mynd Peters er sem hrunin spilaborg – lögð í rúst af herjum banda-
manna sem beittu þeirri hernaðarnýjung að varpa samtímis sprengjum og
íkveikjubúnaði á borgina.1 Enn er deilt um hvort Dresden hafi haft nokkurt
strategískt vægi sem hernaðarlegt skotmark, en bent hefur verið á að borgin
hafi verið hálfgert menningarhreiður landsins. Það á að ýta undir þá sögu-
skoðun að eyðilegging hennar, sem og fall þúsunda óbreyttra borgara, hafi
fyrst og fremst haft þann tilgang að sýna fram á tortímingarmátt banda-
manna og nýrrar tækni þeirra – framfarir þeirra í stríðsrekstri.2
Hver svo sem skýringin er kallast ljósmynd Peters beint á við níundu tesu
ritgerðarinnar Um söguhugtakið, þar sem þýski heimspekingurinn Walter
Benjamin hleður merkingu á málverk Pauls Klee sem hann hafði nokkru
áður eignast:
Til er mynd eftir Klee, sem heitir Angelus Novus. Á henni getur að líta engil, sem
virðist í þann veginn að fara burt frá einhverju sem hann starir á. Augun eru glennt
upp, munnurinn opinn og vængirnir þandir. Þannig hlýtur engill sögunnar að líta
út. Hann snýr andliti sínu að fortíðinni. Þar sem okkur birtist keðja atburða sér
hann eitt allsherjar hörmungarslys sem hleður án afláts rústum á rústir ofan og
slengir þeim fram fyrir fætur honum. Helst vildi hann staldra við, vekja hina dauðu
og setja saman það sem sundrast hefur. En frá Paradís berst stormur, sem tekur í
vængi hans af þvílíkum krafti að engillinn getur ekki lengur dregið þá að sér. Þessi
stormur hrekur hann viðstöðulaust inn í framtíðina, sem hann snýr baki í, meðan
rústirnar hrannast upp fyrir framan hann allt til himins. Það sem við nefnum
framfarir er þessi stormur.3
Orð Benjamins eru tæpitungulaust svar við spurningu sem öll pólitísk
umræða fer fram í skugganum af: Hvað eru framfarir? Hvað raunverulega
þýðir þetta allt að því heilaga orð, þessi undirstöðurök allra helstu pólitísku,
efnahagslegu og félagslegu stórframkvæmda sem keyrðar eru í gegn í nafni
aukinna lífsgæða og velmegunar fjöldans? Þetta orð sem horft er til, oft með