Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 6
S n o r r i Pá l l J ó n s s o n Ú l f h i l d a r s o n
6 TMM 2013 · 1
Frá vöggu til grafar. Heyrðist hvar mold var mokað yfir gröf og gerilsneydd
rödd konu ávarpaði gesti sýningarinnar: „Hjartanlega velkomin í veröldina
okkar.“ Í afmörkuðu rými innar í safninu stóð færiband hlaðið afskornum
fuglsvængjum í þúsundatali og úr heyrnatólum sem héngu á færibandinu
mátti heyra annan hafsjó af klisjum sem hlaðast hver ofan á aðra og mynda
auglýsingakennda frasamartröð.
Þótt frasarnir séu margir og að einhverju leyti innbyrðis ólíkir gnæfir
titilfrasinn yfir. Ekki einungis vegna stöðu hans yfir inngangi safnsins,
heldur má einnig sjá hann sem gríðarstórt tannhjól í enn stærri vél, en hina
frasana sem smærri tannhjól sem snúast þurfa stöðugt og óhindrað svo
uppistöðutannhjólið og þar með sjálf vélin haldist gangandi. Andspænis
tvennum dyrum sem ganga hvor að sinni vélinni – fyrrgreindri vél ríkjandi
hugmynda- og efnahagskerfis og tungumáls þess annars vegar; kaleidós-
kópískri tímavél Angeli Novi hins vegar – stígum við upp í þá síðarnefndu er
tekur okkur í ferðalag um eðli og hlutverk þeirrar fyrrnefndu.
Framfaragoðsögnin
Bökkum fyrst sem snöggvast og víkjum aftur að spurningunni sem
Benjamin svarar: Hvað eru framfarir? „Framfarir er augljóslega gildishlaðið
orð,“ segir finnski heimspekingurinn Georg Henrik von Wright, sem í bók
sinni, Framfaragoðsögnin, tekst á við hugtakið og notkun þess – orðið bak
við hugmyndina, merkinguna handan goðsagnarinnar. Þar sem framfarir
eru augljóslega háðar gildismati, segir von Wright, og eru því ómælanlegt
fyrirbæri, verður framfaragoðsögnin – kenningin um að „manninum og
samfélagi hans muni vegna betur ef þau eru frjáls að fylgja þeirri megin-
reglu Kants að treysta á skynsemina í stað kennivaldsins“ – merkingarlaus.
Skynsemi eins er nefnilega óskynsemi annars og „engar staðreyndir í mynd
aukinnar lestrarkunnáttu, bætts heilbrigðisástands eða hærri tekna á hvern
íbúa“ geta nokkurn tíma falið í sér merki um óumdeilanlegar framfarir, ekki
frekar en framleiðslugeta þjóðar eða orkunotkun á hvern íbúa:
Þar með skilur það sig frá skyldum hugtökum á borð við breytingu og vaxtaraukning
– og einnig þróun, hugtök sem grundvölluð eru eða má grundvalla á staðreyndum
einum. Það er hins vegar ekki hægt að ákvarða með vísindalegri sönnunarfærslu né
á annan hátt út frá staðreyndum hvort tiltekið ástand felur í sér framfarir miðað við
eitthvað annað.5
„Auðvitað getur verið óumdeild staðreynd að eitthvað sé einhverju öðru
betra sem leið að settu marki,“ segir von Wright. Þar er hins vegar um að
ræða tækisgildi en mat á því „byggist á staðreyndum og er því ekki hrein-
ræktað gildismat“.6 Upp getur komið ný aðferð, ný tækni sem gerir tiltekna
framleiðslu hagkvæmari framleiðandanum. Ný aðferð við að framleiða meiri
orku með lægri tilkostnaði en áður er þannig augljóslega til marks um tækni-