Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 6
S n o r r i Pá l l J ó n s s o n Ú l f h i l d a r s o n 6 TMM 2013 · 1 Frá vöggu til grafar. Heyrðist hvar mold var mokað yfir gröf og gerilsneydd rödd konu ávarpaði gesti sýningarinnar: „Hjartanlega velkomin í veröldina okkar.“ Í afmörkuðu rými innar í safninu stóð færiband hlaðið afskornum fuglsvængjum í þúsundatali og úr heyrnatólum sem héngu á færibandinu mátti heyra annan hafsjó af klisjum sem hlaðast hver ofan á aðra og mynda auglýsingakennda frasamartröð. Þótt frasarnir séu margir og að einhverju leyti innbyrðis ólíkir gnæfir titilfrasinn yfir. Ekki einungis vegna stöðu hans yfir inngangi safnsins, heldur má einnig sjá hann sem gríðarstórt tannhjól í enn stærri vél, en hina frasana sem smærri tannhjól sem snúast þurfa stöðugt og óhindrað svo uppistöðutannhjólið og þar með sjálf vélin haldist gangandi. Andspænis tvennum dyrum sem ganga hvor að sinni vélinni – fyrrgreindri vél ríkjandi hugmynda- og efnahagskerfis og tungumáls þess annars vegar; kaleidós- kópískri tímavél Angeli Novi hins vegar – stígum við upp í þá síðarnefndu er tekur okkur í ferðalag um eðli og hlutverk þeirrar fyrrnefndu. Framfaragoðsögnin Bökkum fyrst sem snöggvast og víkjum aftur að spurningunni sem Benjamin svarar: Hvað eru framfarir? „Framfarir er augljóslega gildishlaðið orð,“ segir finnski heimspekingurinn Georg Henrik von Wright, sem í bók sinni, Framfaragoðsögnin, tekst á við hugtakið og notkun þess – orðið bak við hugmyndina, merkinguna handan goðsagnarinnar. Þar sem framfarir eru augljóslega háðar gildismati, segir von Wright, og eru því ómælanlegt fyrirbæri, verður framfaragoðsögnin – kenningin um að „manninum og samfélagi hans muni vegna betur ef þau eru frjáls að fylgja þeirri megin- reglu Kants að treysta á skynsemina í stað kennivaldsins“ – merkingarlaus. Skynsemi eins er nefnilega óskynsemi annars og „engar staðreyndir í mynd aukinnar lestrarkunnáttu, bætts heilbrigðisástands eða hærri tekna á hvern íbúa“ geta nokkurn tíma falið í sér merki um óumdeilanlegar framfarir, ekki frekar en framleiðslugeta þjóðar eða orkunotkun á hvern íbúa: Þar með skilur það sig frá skyldum hugtökum á borð við breytingu og vaxtaraukning – og einnig þróun, hugtök sem grundvölluð eru eða má grundvalla á staðreyndum einum. Það er hins vegar ekki hægt að ákvarða með vísindalegri sönnunarfærslu né á annan hátt út frá staðreyndum hvort tiltekið ástand felur í sér framfarir miðað við eitthvað annað.5 „Auðvitað getur verið óumdeild staðreynd að eitthvað sé einhverju öðru betra sem leið að settu marki,“ segir von Wright. Þar er hins vegar um að ræða tækisgildi en mat á því „byggist á staðreyndum og er því ekki hrein- ræktað gildismat“.6 Upp getur komið ný aðferð, ný tækni sem gerir tiltekna framleiðslu hagkvæmari framleiðandanum. Ný aðferð við að framleiða meiri orku með lægri tilkostnaði en áður er þannig augljóslega til marks um tækni-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.