Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 8
S n o r r i Pá l l J ó n s s o n Ú l f h i l d a r s o n 8 TMM 2013 · 1 Þar mæta þeir ofurefli viðtekinnar hugsunar og standa þannig í sporum mótmælenda vopnaðir tjáningarfrelsinu andspænis lögvörðu vopnabúri ríkisvaldsins. Og rétt eins og ofbeldi yfirvaldsins – ólíkt valdbeitingu ein- staklingsins, sem ekki er einungis ólögleg heldur einnig álitin siðferðislega röng – hefur orðskilningur hins efnahagslega og pólitíska yfirvalds stöðu hins sjálfgefna. Samræða verður þannig að draumsýn og baráttan um orðið og merkingu þess verður í eðli sínu byltingarkennd. Hún snýst um að afkóða tungumálið, afhjúpa og gildisfella ráðandi merkingu orðanna, og loks steypa þeim af stalli. Ferðumst áratug aftur í tímann og hlýðum á framfarapostulann Alain Belda, forstjóra bandaríska álfyrirtækisins Alcoa. „Það er til fólk sem er á móti framförum,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið, aðspurður um rök andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar og álversins á Reyðarfirði, en bætti svo við: „En til allrar hamingju vex umheimurinn og fólk gerir kröfur um betra líf. Okkar verkefni er að finna gott jafnvægi þarna á milli.“8 Orðanotkun sem þessi leggur að jöfnu velmegun og hagvöxt, sem sam- kvæmt Belda er til marks um framfarir, þvert á greiningu von Wrights sem bendir á að „eini mælikvarðinn á framfarir í lífskjörum manns er það hvernig hann sjálfur metur ástand sitt“.9 Hún gefur þá mynd af and- stæðingum virkjunarinnar að þeir séu óvinir framfara og þar með and- stæðingar velmegunar. En óvini framfara er einungis hægt að sigta út og benda á séu framfarir séðar og skildar sem óhreyfanlegur fasti – órjúfan- legur sannleikur; „gott jafnvægi“. Og þó að þær séu það vissulega að mati Belda og hugmyndasystkina hans, þá tala þau ekki eina tungumál heimsins. Þau tala takmarkað tungumál framfaragoðsagnarinnar, en í orðaforða þess er ekkert pláss fyrir eyðileggjandi, kúgandi og ofbeldisfullt eðli framfaranna sem það boðar. Í „betra lífi“ Belda er ekki pláss fyrir staðreyndir – og munum að ólíkt gildum eru staðreyndir mælanlegar – á borð við það að álið sem fyrirtæki hans framleiðir og bætir núllum á bankareikninga eigenda þess og æðstu yfirmanna, er og hefur lengi verið meginuppistaða stríðsvopna. „Ál er orðið að nauðsynlegasta hráefni nútíma hernaðar,“ sagði hernaðarsérfræðingurinn Dewey Anderson árið 1951 og bætti svo við: „Enginn hernaður er mögulegur, ekkert stríð er hægt að heyja með góðu móti í dag, án þess að nota og eyða gífurlegu magni af áli.“10 Og þó að meira en hálf öld sé liðin síðan Anderson mælti þessi orð hefur samband áls og stríðs ekkert breyst. „Stríð var gott fyrir Alcoa,“ segir í sögubókum fyrirtækisins, en þátíðin er bæði óþörf og villandi því stríð er gott fyrir Alcoa og aðra álframleiðendur.11 Mulið ál er aðal- innihald vopna á borð við Daisy Cutter-sprengjuna og „græni málmurinn“, eins og almannatenglarnir kalla álið í dag, gegnir meginhlutverki við smíði léttra og hraðskreiðra farartækja á borð við F18-orrustuflugvélina, sem – til að troða kirsuberi ofan á jarðarberið á rjómakökunni – gengur fyrir lífrænu eldsneyti og ber því „hið viðeigandi heiti Græna vespan“, eins og Barack
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.