Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 13
G e t u r þ ú s t a ð i ð í v e g i f y r i r f r a m f ö r u m ? TMM 2013 · 1 13 frjálslynda lýðræðis og frjálsa markaðar, drifnar áfram á eldsneyti fram- faranna – sé vissulega ekki fullkomið, sé það þrátt fyrir allt besta mögu- lega hugmyndakerfið sem í boði er; þá er um að ræða skólabókardæmi um sam þykki að hætti Bernays. Enn einn frasinn tugginn manna á milli, til þess gerður að festa í sessi þá kreddu að hver einasta hugmynd um ólíka lifnaðarhætti og öðruvísi samfélagsskipulag en ríkir hér og nú, sé þeim ókosti búin að standa ekki jafnfætis hinu ófullkomna en þó besta fyrir- komulagi sem í boði er og alltaf verður. Amen og útgöngusálminn syngur Margaret Thatcher: „Það er ekkert alternatíf.“ Koffínlausar lausnir Í skugga sálmsins stendur hin þversagnarkennda lausnakrafa. Gagnrýni krefst alltaf lausna og kallar á valkosti, og í viðleitni sinni við að bregðast við þeirri kröfu er sá sem gagnrýnir framfarastjórnmálin þjakaður af bernaysísku samþykki samfélagsins á því að raunverulegar lausnir séu ekki einungis óvelkomnar heldur einnig ástæðulausar. Og þar sem samþykkið þenur út vængi engilsins og stendur í vegi fyrir raunverulegum lausnum á hryllingnum sem hann sér, upplifir hann sig oft tilneyddan að koma í staðinn með sniðugar lausnir til að selja samfélaginu. Þær skulu vera einfaldar svo samfélagið skilji þær og kaupi um leið; jákvæðar, því skorin hefur verið upp herör gegn neikvæðni; neyslumiðaðar svo hægt sé að framkvæma þær í gegnum hversdagsleg verk þegnanna; einstaklingsmiðaðar, því þú þarft sjálfur að „vera breytingin sem þú vilt sjá í heiminum“, eins og Gandhi sagði (reyndar aldrei25) svo spaklega; og loks friðsamar, því valdbeiting hinna valdalausu er fordæmd og síst af öllu sjálfgefin. Í slíkum viðbrögðum við lausnakröfunni kristallast það sem slóvenski heimspekingurinn Slavoj Žižek kallar koffínlausan raunveruleika. Í dag býður markaðurinn upp á ógrynni varnings sem sviptur hefur verið ill- ræmdum eiginleika sínum, segir Žižek og tekur sem dæmi koffínlaust kaffi, áfengislausan bjór og fituskertan rjóma: Og listinn heldur áfram: Hvað um sýndarkynlíf sem kynlíf án kynlífs, kenningu Colins Powell um hernað án mannfalls (okkar megin, að sjálfsögðu) sem hernað án hernaðar, endurskilgreiningu samtímans á stjórnmálum sem stjórnkænsku sér- fræðinga sem stjórnmál án stjórnmála?26 Og getum við þá ekki bætt við grænni orku, umbótum innan kirkjunnar, samfélagslegri ábyrgð stórfyrirtækja – hverri einustu hugmynd sem fram- kvæmd hefur verið í kjölfar ákalls um lausnir á vandamálum sem upp koma og skekkja ímynd stöðugleikans? Í andrúmslofti endaloka hugmynda- fræðilegra átaka dafnar ekki ólíkur gróður og gagnrýni hneigist því gjarnan til koffínlausra lausna. Spurningin um vernd eða vinnslu náttúruauðlinda snýr þannig ekki að því hvort og þá hvers vegna – eða hvers vegna ekki – ætti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.