Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 15
G e t u r þ ú s t a ð i ð í v e g i f y r i r f r a m f ö r u m ? TMM 2013 · 1 15 Vitundin um að brjóta upp samfellu sögunnar er byltingarstéttum eiginleg á því augnabliki sem þær láta til skarar skríða. Franska byltingin tók nýtt tímatal í notkun. Fyrsti dagurinn í hverju dagatali gegnir því hlutverki að draga saman tíma sögunnar. Og að grunni til er það alltaf sami dagurinn sem snýr aftur í formi hátíðisdaga, sem eru minningardagar. Dagatölin telja sem sagt tímann ekki á sama hátt og klukkur gera. Þau bera vitni söguvitund sem virðist hafa horfið sporlaust úr Evrópu fyrir um hundrað árum. Strax í Júlíbyltingunni átti sér stað atvik þar sem þessi vitund fékk að njóta sín. Þegar fyrsti dagur átakanna var að kvöldi kominn, kom í ljós að skotið hafði verið á turnklukkur víða um París á sama tíma án þess að nein tengsl hafi verið þar á milli. 28 Þetta uppbrot á samfellu sögunnar „fangar tímann“, eins og þýski heim- spekingurinn Herbert Marcuse komst að orði,29 og lýsir um leið yfir algjöru gjaldþroti ríkjandi hugmyndafræði og strúktúra samfélagsins, og bindur þannig táknrænan enda á tíma kúgaranna. Í anda föngunar tímans og þess sem rithöfundurinn William Burroughs kallaði að „sprengja gat á tímann“, ráðast Angeli Novi gegn línulegu tímaskyni og hugsun með því að afnema á köflum tímakóða myndefnisins sem þau meðhöndla. Þannig afmást mörk ólíkra mynda. Þannig hverfa gjár sem áður héldu tveimur eða fleiri ólíkum hugmyndum og sögulegum atburðum aðskildum. Og úr verður líf- rænt upplausnarástand sem getur af sér ófyrirsjáanlega, kaótíska, stafræna mynddrullu – með öðrum orðum: anarkí, hina æðstu synd. Með afkóðun söguskilnings, tímaskynjunar og hugsunar er okkur ekki einungis fært að brjóta upp bilið milli hugmynda og atburða sem samkvæmt línulegri sögu- skoðun framfaragoðsagnarinnar eru til marks um krómatískt skref fyrir skref í ferðalaginu til fyrirheitna landsins; heldur reisa á sama tíma brýr milli andófs og uppreisna á ólíkum stöðum heimsins og sögulega fjarlægum tímabilum. Það sama gildir um tungumálið, því ekki síður en klukkan – vítahringur vinnunnar, líf mannsins í gangverki vélarinnar – er ráðandi merking orð- anna undir framfaragoðsögninni einungis enn eitt tannhjólið. Rétt eins og tölur klukkurnar eru tákn um tiltekin skref í viðhaldi gangverksins, felur merking hvers orðs – hvers frasa, hverrar klisju – í sér niðurnegldar venjur og hugmyndafræðilega fasta. Árásirnar á klukkurnar haldast þannig aug- ljóslega í hendur við árás á orðin – afkóðun tungumálsins. Eins og sprettunál rekur hún upp orðspor og merkingarþræði framfaragoðsagnarinnar. Líkt og hnífur sker hún í sundur silkiborða frasanna. Eins og gríðarstór skófla mokar hún upp hina kviksettu. Sem óvelkominn skrúflykill laumast hún milli tannhjóla vélarinnar og stendur þannig í vegi fyrir snúningi þeirra. Þannig opnast dyr, en ekki að vélum heldur að hugsun, skynjun og tilveru handan goðsagnarinnar – að ófyrirsjáanlegum og takmarkalausum mögu- leikum lífs án vélarinnar.30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.