Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 23
S í ð u s t u d a g a r G ú m m í -Ta r z a n s TMM 2013 · 1 23 tvær stelpur og að hún myndi hafa talsverð áhrif á feril hans, ekki síst eftir að hann var allur. Þegar hann bað hennar hafði hann orð á því að sennilega yrði hann ekki lang- lífur, hann vildi nefnilega deyja ungur, alveg eins og Hemingway. Anne Lise var af íhaldssömu fólki komin, faðir hennar var mótfall- inn því að hún giftist listaspíru og faðir Ole fannst tilvonandi tengdadóttir helst til tepruleg. Á endanum var því hvorugum föð- urnum boðið að vera viðstaddur brúðkaupið. Brúðkaupið sjálft var í anda bítnikka, gestirnir klæddir svörtu frá toppi til táar, ekki ein einasta hvít skyrta mátti sjást. Ári eftir brúðkaupið voru ungu hjónin komin með ágætis kennarastöður í smábænum Oue á norðanverðu Jótlandi og bjuggu í lítilli íbúð í sjálfu skólahúsinu. Bæði skörtuðu þau kennaraprófi. Anne Lise með viðbót í leiklist en Ole átti skírteini frá hernum sem gaf honum rétt á að meðhöndla handsprengjur á lokuðu æfingasvæði. Kennarahjónin eignuðust fljótlega tvær dætur, þær Mayu og Nönu, með nokkurra ára millibili. Litla fjölskyldan lifði eins og blómi í eggi. Á þessum árum voru miklar hræringar í skólamálum í Danmörku. Aðeins örfá ár voru liðin síðan kennurum var meinað að leggja hendur á nemendur og nú snerist allt um endurskipulagningu og sameiningu smærri skóla í stærri einingar. Ole var mikið á móti þessum sameiningum, mottóið hans var „skapandi starf“, frasi sem virðist margtugginn á okkar tímum en var jafn glænýr og ferskur og Bítlarnir árið 1965. Hann lét börnin búa til risastórar indíánagrímur úr pappamassa og útbúa prentað vikublað sem þau sömdu sjálf. Eitt sinn bauð hann róna í nokkurs konar starfskynningu í skólann, landshornaflakkara sem skömmu síðar varð fyrirmynd að karakter í Virgil litla (1967). Þegar áhyggjufull húsmóðir spurðist fyrir um kennsluaðferðir hins unga Ole Lund Kirkegaard var hann ekki lengi að svara: „Sjáið þér til, frú Pedersen, maður þarf ekkert að kenna börnum. Þau finna örugglega út úr þessu sjálf. Alveg eins og frummenn.“ Það voru fleiri en frú Pedersen sem voru forvitnir um nýja yfirkennarann. Eitt sinn reyndi hópur bæjarbúa að gægjast inn um glugga kennarabú- staðarins svo lítið bæri á. Þá tók Ole sig til og hélt hattasýningu: birtist í hverjum glugga eins og tuskudúkka með ólíka hatta á höfðinu. Ole var sérlega fær í að meðhöndla drengi sem í dag væru eflaust greindir með athyglisbrest og ofvirkni. Þetta voru einstaklingar sem þurfti nánast að bera í skólann, sumir þeirra áttu eftir að ganga aftur sem grallaraspóar í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.