Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 28
Þ ó r a r i n n L e i f s s o n 28 TMM 2013 · 1 um að gefa út þannig verk í fjórlit frá því að Gyldendal hafnaði fyrstu tillögu um slíkt í upphafi ferils hans, enda sá útgáfan ofsjónum yfir kostnaðinum. En bókin sem átti upphaflega að vera í fjórlit var á endanum prentuð í svart- hvítu með einum rauðum aukalit. Hún var of stutt til að verða eins og fyrri bækur höfundar og of löng til að verða hrein myndabók. Auk þess vantaði einhvern kraft í frásögnina, hún varð eins og útþynnt bergmál af Ottó nas- hyrningi. Ole Lund Kirkegaard var í krísu. Það kom hik í höfundarverkið sem varð að stöðnun síðustu árin sem hann lifði. Hann gat ekki sagt nei við nýjum verkefnum og átti jafnframt æ erfiðara með að fá nýjar hugmyndir. Angistin magnaðist. Svo rammt kvað að ritstíflunni að hann var farinn að kvarta undan henni í blaðaviðtölum. Að skrifa og skapa krafðist mikils, sagði hann. Líf rithöfundar væri ekki dans á rósum. Þegar Ole var að ljúka við Gúmmí-Tarzan hafði hann farið að gefa einum yfirlesara sinna auga. Þetta var Lena Andersen í barnabókadeildinni, ein úr fríðum hópi kvenna sem höfðu sótt hann margoft á aðalbrautarstöðina. Samband þeirra átti eftir að endast í þrjú ár og Lena átti íbúð á Austurbrú sem varð að ástarhreiðri þegar Ole var í bæjarferð. Á þessum árum var í tísku að vera í opnu sambandi. Því var ekkert skrítið að Ole þætti lítið mál að drífa kærustuna með sér í sveitina til Anne Lise og stelpnanna endrum og eins þótt þeim heimsóknum væri afar illa tekið af húsfreyjunni. Þegar leið á samband Lenu og Ole tóku berin að súrna. Lena fór að rekast æ oftar á skáldið að sofa úr sér eftir fyllerí þegar hún kom heim úr vinnunni. Eina nóttina hringdi Ole og grátbað Lenu um að koma til sín suður á Spán. Hún var þó varla lent þegar hann fór að veita nokkrum sænskum stelpum meiri athygli en henni. Þess utan kneyfaði hann koníak stíft frá því að hann vaknaði og þangað til slokknaði á honum um hádegið. Í eitt skipti hvarf hann í heilan dag en hafði skilið eftir miða sem á stóð: „Það eina sem ég óska mér er dauðinn.“ Seinna sagði Lena Andersen frá því að henni hefði virst Ole verða æ óhamingjusamari á þessum árum. Eitthvað braust um í honum, það var eins og hann vissi ekki lengur hvað hann vildi. Gúmmí-Tarzan, sagan um drenginn sem verður ofurhetja í einn dag, speglaði á vissan hátt líf örvæntingarfulls höfundar sem deyfði sig með áfengi. Ole virtist þrá að brjótast út úr hlutverki fyrirmyndarkennarans í tvídjakkanum með pípuna og eina sjáanlega leiðin var að halla sér að flöskunni. Sálarstríð Ole birtist greinilega í sögu sem hann skrifaði fyrir tímarit en kom síðar út undir nafn- inu Kalli kúluhattur (Tippe Tophat): „Það var bara sá galli á gjöf Njarðar að alls enginn vildi vera með í nýjustu sögu skáldsins. Allir sem hann þekkti sögðu nei við þátttöku: Við viljum ekki vera með í þessari asnalegu sögu þinni, sagði fólk. Við nennum ekki að eyða tíma í svona fíflalæti. Og nú sat gamla skáldið þarna og var ósköp dapurt.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.