Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 36
S t e i n u n n I n g a Ó t t a r s d ó t t i r 36 TMM 2013 · 1 Evrópu náðu um síðir til Íslandsstranda og frömuðir og föðurlandsvinir eins og Magnús Stephensen (1762–1833) og Fjölnismaðurinn Tómas Sæmunds- son (1807–1841) vörðu lífi sínu til vaxtar og viðgangs hennar. Sveinn Pálsson (1762–1840), læknir og fremsti náttúrufræðingur landsins á sinni tíð, kom ungur og fátækur sveitapiltur úr Skagafirði til náms í Kaup- mannahöfn þar sem ferskir vindar upplýsingarinnar blésu um hellulagðar götur og torg. Hann lauk fyrstur Íslendinga prófi í náttúrufræði í Danmörku 1791 og fékk að því búnu styrk til rannsóknarferða um Ísland í fjögur ár. Hann hafði skýr fyrirmæli um verkefnið sem var gríðarlega umfangsmikið og vandasamt. Hann fann glöggt til vanmáttar síns sem vísindamanns gagnvart ætlunarverkinu og segir til dæmis um ferðina heim til Íslands frá Kaupmannahöfn: „Mjög fátt gerðist í ferð þessari fyrir náttúrufræðing, sem svo á að heita, jafnvel þótt ekki sé nema að nafninu til“ (Sveinn Páls- son, 1983:7). Til rannsókna hafði hann nauman fjárstyrk og enga aðstöðu til að fylgja þeim eftir. Niðurstöður rannsóknanna skráði hann á dönsku í Ferðabók sína með ör smárri og skipulegri rithönd og er handrit hans rúmar sjö hundruð síður í þremur þéttskrifuðum bindum í arkarbroti (IB.1–3.fol.). Þetta handrit, sem eitt sinn var í eigu Jónasar Hallgrímssonar, starfsbróður hans, var ekki þýtt eða gefið út fyrr en tæpum 150 árum eftir að það var skrifað. Í upphafi Ferðabókar sinnar telur Sveinn upp þau áhöld sem hann keypti til ferðarinnar og verða þau að teljast ansi fátækleg: 40 stk. öskjur, 40 stk. pappi, 4 rís þerripappír, 1¾ pund seglgarn, 1 pund kembd baðmull, 3¾ pund skeiðvatn (saltpéturssýra) og flöskur undir það, 30 stk. svínsblöðrur, 10 stk. krukkur, loftvog, hitamælir, fiskikarfa úr járni, 400 faðma strengur, snæri og skaftlaus klaufhamar. Ferðabók Sveins Pálssonar má líkja við stóran suðupott. Þar krauma saman dagbókarfærslur og rannsóknarskýrslur, landafræði og náttúrufræði, sjúkdómslýsingar og önnur læknisfræðileg minnisatriði, þjóðsögur sem tengjast örnefnum og ferðalýsingar þar sem segir af vísindalegum rann- sóknarferðum milli landshluta og stuttum grasaferðum í næsta nágrenni – allt er þetta undir einu pottloki. Svo er kryddað með veðurlýsingum og fréttum af aflabrögðum. Sveinn var mikill fjallgöngumaður en á hans tíð þóttu slíkar göngur óðs manns æði, bæði hér á landi og erlendis. Hann hafði jafnan með sér oddhamar á ferðum sínum og með honum klappaði hann fangamark sitt og ártal á tiltæka steina og tinda. Þessi spor í íslensku lands- lagi sem Sveinn Pálsson skildi eftir sig hafa ef til vill bætt honum upp hversu lítið fór fyrir honum í þjóðlífinu. Því þótt Sveinn væri einn lærðasti maður sinnar samtíðar, landskunnur sem „læknirinn í Vík“ og í kunningsskap við helstu virðingar- og lærdóms menn landsins kvað ekki mikið að honum í samfélaginu. Sennilega hefur þar komið til annríki við dagleg læknisstörf sem sjá má glögg dæmi um í dagbókum hans, fátækt, eðlislæg hlédrægni og síðast en ekki síst eitthvert hik, ósjálfræði og beiskja vegna eigin örlaga sem urðu önnur en hann hefði kosið. Í Ferðabókinni birtist biturð hans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.