Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 46
46 TMM 2013 · 1 Ævar Örn Jósepsson Villta vestrið í Wickede Regnvotur brautarpallurinn nötraði undir fótum Bjarna Þorsteinssonar þegar lestin rann útaf brautarstöðinni og inní myrkrið. Hann leit í kringum sig. Þetta gat varla kallast brautarstöð og ofrausn að kalla þessa upphækk- uðu gangstétt svo mikið sem brautarpall. Hann sá ekkert skilti, hvorki fast né flettandi, lýsandi né lakkað, sem gat upplýst hann um hvar í veröldinni hann var niðurkominn. Bjarni skellti svartri prjónahúfu á úfinn, skolhærðan kollinn og fálmaði ósjálfrátt eftir ferðatöskunni en greip í tómt. Gretti sig þegar hann mundi að hún hafði orðið eftir í Amsterdam. Ég veit hvar taskan mín er, hugsaði hann og fikraði sig varlega yfir lestarteinana að uppljómuðu, gulu húsinu handan þeirra, en hef ekki hugmynd um hvar ég er sjálfur. En fyrst ég veit það ekki, bætti hann við í huganum, þá er smá séns að það viti það heldur enginn annar. Hann leit á klukkuna. Rúmur hálftími var liðinn frá því hann steig útúr lestinni frá Amsterdam á aðalbrautarstöðinni í Dortmund og stökk beint uppí næstu lest án þess að gefa sér tíma til að kaupa miða eða kanna hvert hún var að fara. Sem betur fer stoppaði lestin og hann náði að forða sér útí myrkrið rétt áður en lestarvörðurinn kom að honum. Forða sér hingað, hvar sem þetta nú var. Hann kíkti innum gluggann á gula húsinu. Sá ekkert nema hillur fullar af bókum. Brautarstöðin er bókasafn, hugsaði hann; þetta er augljóslega mikill menningarbær. Svo rölti hann þangað sem fæturnir báru hann með hendur á kafi í frakkavösunum og herðarnar uppundir eyrum, feginn að hafa þó húfuna í þessari rigningu. Og peninga, nóga peninga til að lifa af næstu vikur og mánuði. Töskunnar saknaði hann ekki, nema síður væri. Í henni var ekkert sem hann kærði sig um. Á þaki lágreists húss, steinsnar frá bókabrautarstöðinni, stóð nafnið COLORADO stórum, skýrum stöfum og Bjarni skokkaði þessa fáu metra sem hann átti ófarna þangað. Það sem blasti við honum innan dyra auðveldaði honum ekki að staðsetja sig á jarðarkringlunni. Af holningu gestanna og innréttingunum varð helst ráðið að hann væri einmitt staddur í Colorado eða þar um slóðir. En þótt landafræði hefði aldrei verið hans sterkasta hlið, þá vissi hann að það væri þó fjandakornið meira en hálftíma lestarferð frá Dortmund í Þýskalandi til Colorado í henni Ameríku. Samt. Þetta var ótrúlega líkt vestraknæpunum í bíó og, alveg einsog þar, þá datt allt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.