Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 54

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 54
Æ va r Ö r n J ó s e p s s o n 54 TMM 2013 · 1 * * * „Hann fannst áfengisdauður á bekknum við tjörnina,“ sagði Uwe, „útataður í blóði sem reyndist vera úr ungfrú Grimsdottir. Þegar loksins var hægt að yfirheyra hann sagðist hann hafa drukkið nokkuð stíft nánast allt kvöldið og fram að lokun, um þrjúleytið, en þá hafi hann rölt út í þennan svokall- aða lystigarð, sest á bekkinn og haldið áfram að drekka á meðan hann beið eftir Elke, uns hann að lokum lognaðist útaf. Vitni, þar á meðal Rolf Gülde, staðfesta mikla drykkju hans þetta kvöld, sem og setu hans á bekknum eitt- hvað eftir lokun Kólóradó. Við fundum líka tvö vitni sem rámaði í að hafa séð ljóshærða konu við barinn á Kólóradó þennan laugardagseftirmiðdag, en þar með er það líka upp talið sem styður þessa ólíkindasögu herra Thor- stænsons. Meira kaffi?“ „Já takk,“ sagði Katrín. „Þannig að þið hafið ekkert verið að leita neitt lengra?“ Uwe geiflaði sig. „Ég er kannski latur,“ sagði hann, „en ekki svona latur.“ Katrín roðnaði. „Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki …“ Uwe brosti. „Ég er að stríða þér. Við heimsóttum indjánabúðirnar og yfirheyrðum alla sem þar voru. Engin kona í búðunum komst nálægt því að passa við lýsingu herra Thorstænsson á þessari Elke. Sumar voru alltof stuttar, aðrar alltof langar, of feitar, of mjóar, flatbrjósta eða barmmiklar, leggjalangar eða fótstuttar og svo framvegis. Við tékkuðum að sjálfsögðu líka á unnustanum, herra Erhardt, ekki síst afþví hann missti eiginkonu sína á voveiflegan hátt fyrir þremur árum, hún drukknaði í Titisee í Svartaskógi. Það mál var hins- vegar rannsakað í þaula á sínum tíma og hann var í Kína þegar það gerðist. Nóttina sem ungfrú Grimsdottir var myrt var hann í einhverju sem hann kallar svett framundir hálffjögur í leit að sinni innri kráku eða eitthvað álíka gáfulegt. Þrír aðrir „indjánar“ svitnuðu með honum og staðfestu þetta, auk þess sem einkaritarinn hans sá þá hverfa inní tjaldið uppúr miðnætti og skreiðast útúr því ríflega þremur tímum síðar. Og áður en þú spyrð,“ sagði hann þegar Katrín opnaði munninn, „þá passar hún heldur ekki við lýsinguna á Elke, þetta er óttaleg písl. Ég gekk svo langt fyrir landa þinn að laumast til að smella af henni mynd með gemsanum, og hann kannaðist ekki við hana. Nei,“ sagði hann, „herra Thorstænsson hafði bæði ástæðu og tækifæri til að drepa frú Grimsdottir. Hún þekkti hann og vissi að hann var eftirlýstur glæpamaður, hann viðurkenndi það sjálfur. Og hann fannst á vettvangi, hefur enga fjarvistarsönnun, hafði aðgang að vopninu og fingraför hans voru á því, kámug að vísu, og svona get ég haldið endalaust áfram. En …“ Hann dró fram ljósmynd og lagði á borðið. „Þótt ég hefði ekkert nema þetta,“ sagði hann, „þá væri það nóg. Miðinn sem hann hefur sjálfur viðurkennt að hafa skrifað, þar sem hann biður hana að koma til fundar við sig á morðstaðnum á morðtímanum. Mér þykir það leitt.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.