Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 55
Vi l l t a v e s t r i ð í W i c k e d e TMM 2013 · 1 55 Katrín teygði sig eftir myndinni. Hún sýndi bæði miðann og umslagið og Katrínu svelgdist á kaffinu. „Umslagið,“ frussaði hún, „viðurkennir hann líka að hafa skrifað utaná það?“ Uwe Säuberlich horfði hissa á hana. „Ég – hann hefur allavega ekki neitað því svo ég muni. En ég man reyndar heldur ekki til þess að við höfum borið það sérstaklega undir hann. Þetta er sama skriftin og á miðanum, þannig að …“ „Vertu ekki of viss,“ sagði Katrín. „Þetta er auðvitað þitt mál, ekki mitt, en ef ég væri þú mundi ég bera það undir rithandarsérfræðing. Ekki seinna en í fyrramálið.“ Uwe tók myndina og starði stíft litla stund en hristi svo hausinn og lagði hana á borðið á milli þeirra. „Ég sé engan mun,“ sagði hann, „Hvaða stafur er …“ „Ég sé engan mun heldur,“ viðurkenndi Katrín, „ekki á rithöndinni. Þetta snýst ekki um þennan stafinn eða hinn, ef þetta er fölsun þá er hún mjög vel gerð, tæknilega. En ég er samt 99 prósent viss um að þetta er fölsun. Því svona,“ sagði hún og bankaði vísifingri á myndina, „mundi enginn Íslendingur skrifa utaná umslag.“ Uwe setti í brýnnar. Svo rann upp fyrir honum ljós. „Aldrei?“ spurði hann. „Aldrei,“ staðfesti Katrín ákveðin. * * * Grunur Katrínar fékkst staðfestur daginn sem hún hélt heim til Íslands. Það hratt af stað nýrri og umfangsmeiri rannsókn, sem Uwe hélt henni upp- lýstri um næstu vikurnar í gegnum tölvupóst og síma. Hver einasti indjáni var yfirheyrður í þaula, sérstaklega þær indjánakonur sem voru minni og mjórri en huldukonan Elke. Leitað var í hverju samanbrotnu tjaldi og hverju húsi, því tjaldbúðirnar voru löngu horfnar af bökkum Ruhr og Duisburg- krákurnar flognar inní steinsteyptan, kassalaga hvunndaginn að nýju. Höfðinginn sjálfur var látinn svitna meira en í nokkru svetti í margra daga maraþonyfirheyrslum og farið aftur oní saumana á drukknun eiginkonu hans þremur árum fyrr. „Og þá tók einhver eftir,“ sagði Uwe kvöldið eftir að bæði játning og fullnaðarsönnun lágu fyrir, „að sú sem kvittaði fyrir móttöku líksins í Duisburg fyrir þremur árum var einkaritarinn, Birgit E. Luge. Píslin. Hún fór ekkert með séffanum til Kína, sá bara um skrifstofuna hér. Halló, ertu þarna?“ „Jájá, ég er hérna,“ staðfesti Katrín. „Þú ert á spíker, ég er að opna rauðvíns- flösku.“ „Ah, skál. Í framhaldinu einbeitti ég mér og öllu mínu liði að henni. Við fundum skó með fimmtán sentímetra hælum, ljósa, síða hárkollu, brjósta- haldara með stórum fyllingum og svo framvegis. Allt sem hún þurfti til að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.