Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 55
Vi l l t a v e s t r i ð í W i c k e d e
TMM 2013 · 1 55
Katrín teygði sig eftir myndinni. Hún sýndi bæði miðann og umslagið og
Katrínu svelgdist á kaffinu.
„Umslagið,“ frussaði hún, „viðurkennir hann líka að hafa skrifað utaná
það?“ Uwe Säuberlich horfði hissa á hana.
„Ég – hann hefur allavega ekki neitað því svo ég muni. En ég man reyndar
heldur ekki til þess að við höfum borið það sérstaklega undir hann. Þetta er
sama skriftin og á miðanum, þannig að …“
„Vertu ekki of viss,“ sagði Katrín. „Þetta er auðvitað þitt mál, ekki mitt, en
ef ég væri þú mundi ég bera það undir rithandarsérfræðing. Ekki seinna en í
fyrramálið.“ Uwe tók myndina og starði stíft litla stund en hristi svo hausinn
og lagði hana á borðið á milli þeirra.
„Ég sé engan mun,“ sagði hann, „Hvaða stafur er …“
„Ég sé engan mun heldur,“ viðurkenndi Katrín, „ekki á rithöndinni. Þetta
snýst ekki um þennan stafinn eða hinn, ef þetta er fölsun þá er hún mjög
vel gerð, tæknilega. En ég er samt 99 prósent viss um að þetta er fölsun.
Því svona,“ sagði hún og bankaði vísifingri á myndina, „mundi enginn
Íslendingur skrifa utaná umslag.“ Uwe setti í brýnnar. Svo rann upp fyrir
honum ljós.
„Aldrei?“ spurði hann.
„Aldrei,“ staðfesti Katrín ákveðin.
* * *
Grunur Katrínar fékkst staðfestur daginn sem hún hélt heim til Íslands. Það
hratt af stað nýrri og umfangsmeiri rannsókn, sem Uwe hélt henni upp-
lýstri um næstu vikurnar í gegnum tölvupóst og síma. Hver einasti indjáni
var yfirheyrður í þaula, sérstaklega þær indjánakonur sem voru minni og
mjórri en huldukonan Elke. Leitað var í hverju samanbrotnu tjaldi og hverju
húsi, því tjaldbúðirnar voru löngu horfnar af bökkum Ruhr og Duisburg-
krákurnar flognar inní steinsteyptan, kassalaga hvunndaginn að nýju.
Höfðinginn sjálfur var látinn svitna meira en í nokkru svetti í margra daga
maraþonyfirheyrslum og farið aftur oní saumana á drukknun eiginkonu
hans þremur árum fyrr. „Og þá tók einhver eftir,“ sagði Uwe kvöldið eftir
að bæði játning og fullnaðarsönnun lágu fyrir, „að sú sem kvittaði fyrir
móttöku líksins í Duisburg fyrir þremur árum var einkaritarinn, Birgit E.
Luge. Píslin. Hún fór ekkert með séffanum til Kína, sá bara um skrifstofuna
hér. Halló, ertu þarna?“
„Jájá, ég er hérna,“ staðfesti Katrín. „Þú ert á spíker, ég er að opna rauðvíns-
flösku.“
„Ah, skál. Í framhaldinu einbeitti ég mér og öllu mínu liði að henni. Við
fundum skó með fimmtán sentímetra hælum, ljósa, síða hárkollu, brjósta-
haldara með stórum fyllingum og svo framvegis. Allt sem hún þurfti til að