Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 75
TMM 2013 · 1 75 Guðmundur D. Haraldsson Vinnum minna: Styttum vinnudaginn Við viljum helst halda í þá trú að við höfum öll, hvert og eitt, dómgreind sem sé í lagi. Jú, einhverstaðar höfum við hana, en til þess að brúka hana þarf góðan tíma í samfélagi sem slítur fólki út og gerir örþreytt þrátt fyrir áratuga langa velmegun. – Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir2 Undir lok árs 2008 áttu sér stað atburðir sem voru upphaf mikilla breytinga fyrir íslenskt samfélag. Þessum breytingum er ekki enn lokið. Jafnframt breyttust gildin, gildi eins og „græðum á daginn og grillum á kvöldin“ féllu í ónáð. Ýmislegt sem var áður álitið gott og gilt, var það ekki lengur. Ýmis vandamál tóku við, sem öllum er kunnugt um. Eitt breyttist þó ekki. Þeir sem höfðu atvinnu, héldu áfram að vinna mikið.3 Krafan um styttri vinnudag heyrist varla hérlendis og lítið sem ekkert hefur heyrst af henni undanfarin ár.4 Það er eins og Íslendingar líti á það sem kost, fremur en löst, að vinna mikið. Það er kominn tími til að þetta breytist. Á næstu síðum verður gerð grein fyrir því hvers vegna það ætti að stytta vinnudaginn á Íslandi, hversu mikið er unnið hér miðað við nágrannalöndin, og í stuttu máli gerð grein fyrir reynslu í öðrum löndum af styttingu vinnudagsins. En hversu mikið er unnið hérlendis? Skynsamlegast er að bera okkur saman við lönd sem eru álíka þróuð og á svipuðum slóðum í heiminum. Ef fjöldi árlegra vinnustunda á hvern vinnandi mann á Íslandi og í Evrópu er skoðaður, kemur í ljós að íbúar annarra Norðurlanda5 og íbúar ýmissa þróuðustu landa Evrópu6 – t.d. Belgíu og Frakklands – vinna að meðaltali minna en íbúar Íslands gera, en einna helst er það fólk í umskiptalöndum – þ.e. Póllandi, Slóveníu, Eistlandi o.s.frv. – sem vinnur meira.7 Svo dæmi séu tekin voru vinnustundir vinnandi fólks hérlendis (að meðaltali) árið 2010 um sex stundum fleiri á viku en vinnandi fólks í Þýskalandi – næstum heill vinnudagur! – og þremur stundum fleiri en í Frakklandi.8 Í töflu 1 má sjá Ísland borið saman við önnur Norðurlönd með sama hætti. 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.