Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 82
G u ð m u n d u r D . H a r a l d s s o n
82 TMM 2013 · 1
það sem kemur fram síðar).41 Hér er mikið misræmi. Þetta bendir til þess að
mjög margir geti ekki unnið minna, þótt þeir vilji það. Ástæðurnar geta verið
margar; fjárhagsleg skuldbinding, ósveigjanlegur vinnustaður eða annað.
Og hvað um þá fjölmörgu (19%) sem vildu vinna minna, þótt þeir fengju
minni tekjur fyrir. Af hverju unnu þeir þá ekki minna? Vegna þess að vinnu-
staðurinn leyfði það ekki, væntanlega.
Í sömu könnun kom líka í ljós að margir vildu verja meiri tíma með vinum
(65%) og fjölskyldu (66%) en þeir gerðu.42
Hér myndi stytting vinnudagsins hafa jákvæð áhrif. Óskir margra sem
vilja vinna minna, en geta það ekki, yrðu uppfylltar, að hluta til í það
minnsta. Og líka óskir þeirra sem vilja eyða meiri tíma með vinum og fjöl-
skyldu.
Aftur kann fólk að spyrja sig hvort þetta hafi ekki breyst eftir hrun.
Eðlilega. En trúlega á það sama við og kom fram áður; þeir sem hafa vinnu,
vinna enn mikið.
(e) Og loks mjög mikilvægt atriði. Atriði sem svo margir – t.d. hagfræðingar
og stjórnmálamenn – gleyma í allri talna- og slagorðaflórunni sem umvefur
okkur alla daga: Lífið er ekki eltingaleikur við launaseðla, vísitölur og hag-
kvæmni. Lífið er líka til að lifa því, stunda áhugamál, njóta samvista við vini
og vera í fjölskyldu.
Þeir sem á annað borð geta lesið þessa ritgerð á frummálinu hafa náð mjög
langt í lífinu, miðað við annað fólk á jörðinni, svo ekki sé minnst á aðrar
tegundir lífvera – bæði fyrr og nú, sama hvað líður hruni og samdrætti.
Staðreyndin er sú að langsamlega flestir sem búa á Íslandi hafa það frábært
miðað við flesta aðra íbúa jarðar.43 Öruggt húsaskjól, næg fæða – of mikil
meira að segja fyrir marga – og trygg heilbrigðisþjónusta fyrir öll helstu
vandamál sem að tegundinni homo sapiens steðja. Næstum öll njótum við
þessa.44
Við sem búum á Íslandi höfum það flestöll stórfínt – og nú er kominn
tími til að vinna minna en við gerum. Í öllu falli ættum við, sem höfum
vélvæðst jafn mikið og raun ber vitni, ekki að þurfa að vinna vinnudag sem
var mótaður á nítjándu öld.45 Átta tíma vinnudagur eða meira í samfélagi,
sem er jafn iðnvætt og okkar, ætti að vera löngu liðin tíð hjá hinum almenna
borgara.46
Vinnan er vissulega forsenda tilveru okkar – án hennar fengjum við ekki
að éta, né hefðum við húsnæði. En meginhluti vinnandi fólks á Íslandi (70%)
vinnur ekki við framleiðslu á mat eða nauðsynjum – heldur þjónustu;47 t.d.
að selja öðrum dekk á dekkjaverkstæðum eða varaliti í verslunum. Það er
ekki síst í ljósi þess að svo fáa þarf til að framleiða helstu nauðsynjar sem við
ættum að stytta vinnudaginn og njóta lífsins dásemda.