Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 82
G u ð m u n d u r D . H a r a l d s s o n 82 TMM 2013 · 1 það sem kemur fram síðar).41 Hér er mikið misræmi. Þetta bendir til þess að mjög margir geti ekki unnið minna, þótt þeir vilji það. Ástæðurnar geta verið margar; fjárhagsleg skuldbinding, ósveigjanlegur vinnustaður eða annað. Og hvað um þá fjölmörgu (19%) sem vildu vinna minna, þótt þeir fengju minni tekjur fyrir. Af hverju unnu þeir þá ekki minna? Vegna þess að vinnu- staðurinn leyfði það ekki, væntanlega. Í sömu könnun kom líka í ljós að margir vildu verja meiri tíma með vinum (65%) og fjölskyldu (66%) en þeir gerðu.42 Hér myndi stytting vinnudagsins hafa jákvæð áhrif. Óskir margra sem vilja vinna minna, en geta það ekki, yrðu uppfylltar, að hluta til í það minnsta. Og líka óskir þeirra sem vilja eyða meiri tíma með vinum og fjöl- skyldu. Aftur kann fólk að spyrja sig hvort þetta hafi ekki breyst eftir hrun. Eðlilega. En trúlega á það sama við og kom fram áður; þeir sem hafa vinnu, vinna enn mikið. (e) Og loks mjög mikilvægt atriði. Atriði sem svo margir – t.d. hagfræðingar og stjórnmálamenn – gleyma í allri talna- og slagorðaflórunni sem umvefur okkur alla daga: Lífið er ekki eltingaleikur við launaseðla, vísitölur og hag- kvæmni. Lífið er líka til að lifa því, stunda áhugamál, njóta samvista við vini og vera í fjölskyldu. Þeir sem á annað borð geta lesið þessa ritgerð á frummálinu hafa náð mjög langt í lífinu, miðað við annað fólk á jörðinni, svo ekki sé minnst á aðrar tegundir lífvera – bæði fyrr og nú, sama hvað líður hruni og samdrætti. Staðreyndin er sú að langsamlega flestir sem búa á Íslandi hafa það frábært miðað við flesta aðra íbúa jarðar.43 Öruggt húsaskjól, næg fæða – of mikil meira að segja fyrir marga – og trygg heilbrigðisþjónusta fyrir öll helstu vandamál sem að tegundinni homo sapiens steðja. Næstum öll njótum við þessa.44 Við sem búum á Íslandi höfum það flestöll stórfínt – og nú er kominn tími til að vinna minna en við gerum. Í öllu falli ættum við, sem höfum vélvæðst jafn mikið og raun ber vitni, ekki að þurfa að vinna vinnudag sem var mótaður á nítjándu öld.45 Átta tíma vinnudagur eða meira í samfélagi, sem er jafn iðnvætt og okkar, ætti að vera löngu liðin tíð hjá hinum almenna borgara.46 Vinnan er vissulega forsenda tilveru okkar – án hennar fengjum við ekki að éta, né hefðum við húsnæði. En meginhluti vinnandi fólks á Íslandi (70%) vinnur ekki við framleiðslu á mat eða nauðsynjum – heldur þjónustu;47 t.d. að selja öðrum dekk á dekkjaverkstæðum eða varaliti í verslunum. Það er ekki síst í ljósi þess að svo fáa þarf til að framleiða helstu nauðsynjar sem við ættum að stytta vinnudaginn og njóta lífsins dásemda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.