Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 83
Vi n n u m m i n n a : S t y t t u m v i n n u d a g i n n TMM 2013 · 1 83 Hér að framan hafa ýmis rök verið sett fram til að rökstyðja styttri vinnudag. Ekkert eitt af þessu er meginröksemd. Öll rökin vega álíka þungt. Það verður að undirstrika að stytting vinnudagsins þarf ekki að hafa þær afleiðingar sem taldar voru upp að framan. Heimurinn er flókinn og ýmislegt gæti farið á annan veg (þó að hæpið sé að afleiðingarnar verði slæmar). Hins vegar er áhættan lítil og það er til mikils að vinna. Það yrði vitanlega á ábyrgð atvinnurekenda og stéttarfélaga að sjá til þess að stytting vinnudagsins heppnist vel. Til að það gerist þyrftu þessir aðilar að vinna saman og nýta sér reynslu Evrópulanda sem hafa reynt þetta. Í heimildaskrá má finna lesefni sem nota má sem upphafsreit til að finna fleiri heimildir um þetta. Varnaglar, efasemdir og framtíðin Margir spyrja sig vafalaust eftir lesninguna: „Á fólk að halda sömu launum, þrátt fyrir minni vinnu? Fyrirtækin hafa ekki efni á því.“ Laun hafa einmitt verið helsta bitbein manna í gegnum tíðina þegar hefur átt að stytta vinnudaginn. Atvinnurekendur hafa viljað að launin standi í stað í skiptum fyrir styttri vinnudag, en launafólk hefur auðvitað viljað fá sína vanalegu launahækkun til viðbótar við skemmri vinnudag.48 Vitanlega ætti að greiða launafólki í það minnsta sömu laun (þ.e. heildarlaun) eftir styttinguna og fólk fékk fyrir styttingu – vegna þess að í flestum tilvikum myndi sama fólkið (innan fyrirtækis) vinna í heild sömu verk og fyrir styttinguna, en á skemmri tíma. Hafa ber í huga að fólki er ekki greitt fyrir að vera í vinnunni í svo og svo langan tíma, heldur að inna ýmis verk af hendi á svo og svo löngum tíma – sem eftir styttingu væri skemmri, en verkefnin yrðu í heildina (innan fyrirtækja) svipuð að umfangi í flestum tilfellum. Fram- leiðsla, sala og velta ættu því að haldast svipuð hjá flestum fyrirtækjum. Og af þessum ástæðum ættu flest fyrirtæki vel að hafa efni á því að greiða sömu laun eftir styttingu og voru greidd fyrir.49 En ætti að veita venjulega launahækkun, samhliða styttingunni? Það færi eftir því hversu langt væri liðið frá síðustu launahækkunum – ef stutt væri frá síðustu launahækkunum þegar styttingin ætti sér stað, þá væri svarið trúlega nei. En ef lengra væri liðið, þá væri trúlega full ástæða til, enda líklega öll þau sömu skilyrði fyrir hendi og þegar launahækkanir eru venjulega veittar. Það er engin ástæða til að bjóða skemmri vinnudag í stað launhækkunar, ef öll skilyrði launahækk- unar eru til staðar og stytting vinnudags mun ekki koma niður á fyrirtækj- unum á neinn veigamikinn hátt. Og svo ætti að vera, líkt og rakið hefur verið að framan (og síðar). Annars konar mótmæli yrðu kannski á þessa leið: „Hagkerfið er of við- kvæmt til að þola breytingar sem þessar, nú nýlega fóru ekki bara nokkrir bankar á hausinn, heldur næstum því líka Seðlabankinn og sjálfur ríkissjóð- ur. Hugmyndir um að vinna minna eru galnar, það er allra síst það sem þarf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.