Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 95
Æ v i n t ý r i L í s u í U n d r a l a n d i 15 0 á r a
TMM 2013 · 1 95
mynd sem hann hafði tekið af Alice sjö ára gamalli. Það var aldur hennar í
ævintýrinu, sagði hann.
Síðan fékk Alice bókina að gjöf. En þá voru liðin mörg ár og ekkert framar
einsog verið hafði.
Voguð og nýstárleg
Bókin var síðar prentuð og vakti almenna athygli. John Tenniel teiknaði
nýjar myndir. Dodgson taldi eigin myndir ekki prenthæfar. Hann vildi ekki
að myndir af Alice líktust fyrirmyndinni, og hann vildi ekki gefa bókina
út undir eigin nafni. Hann hafði breytt báðum nöfnum sínum, Charles og
Lutwidge, í Lewis Carroll. Höfundur bóka um stærðfræði og rökfræði átti
ekki að semja kjánalegar bækur einsog Ævintýri Lísu í Undralandi.
Árið 1865 kom út fyrsta upplag bókarinnar. Á tímum Viktoríu Breta-
drottningar var þvílík barnabók í senn voguð og nýstárleg. Ekki einn einasti
siðalærdómur, heldur eintómir hugarórar! Eða þá höfuðpersónan, Alice,
kornung og sjálfráð telpa! Annað eins hafði ekki sést í löndum Viktoríu.
Margir, bæði börn og fullorðnir, hafa haft miklar mætur á bókinni, en
öðrum hefur þótt hún vera skrýtin og óskiljanleg. Jafnvel ósæmileg. Sál-
greinar af skóla Freuds hafa fengið fangið fullt, þegar þeir leitast við að túlka
táknmál sögunnar, svo ekki sé minnst á framhald hennar, Through the
Looking Glass, sem kom út í Englandi árið 1871.
Liddell-systurnar, Lorina 13 ára, Alice 10 ára og Edith 8 ára.