Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Page 99
S a m a s t a ð u r TMM 2013 · 1 99 að hann er hjartveikur og mér detta í hug nokkrar mögulegar greiningar, flestar slæmar. Það er augljóst að hann mun ekki þola ferð með sjúkrabílnum suður en það er jafnframt nauðsynlegt að koma honum á vel útbúið sjúkra- hús strax. Ég kalla út flug. Eftir nokkurt þóf er ákveðið að reyna að fljúga og ég hringi í sjúkraflutn- ingamanninn á staðnum. Þegar hann kemur bý ég eins vel um Jón og ég get á mjóum börunum og þau hjónin kveðjast í snarheitum. Gunnu ber við birtuna inni í húsinu þar sem hún stendur í dyrunum. Ég sé engin svipbrigði en rauð svuntan sveiflast eins og hungruð tunga á eftir okkur í rokinu. Flugvallarvörðurinn hefur kveikt ljósin og litla vélin lendir skjálfandi eftir tvær tilraunir og rúma klukkustund. Flugmaðurinn er þjóðsagna- persóna, þekktur fyrir að geta lent hverju sem er hvar sem er. Það gustar bók- staflega um hann þegar hann stekkur glaðbeittur og óttalaus út úr vélinni sem bifast til í rokinu, klæddur í gallabuxur, fráhnepptan leðurjakka og svartan bómullarbol. Hann reynir að koma af stað samræðum eftir því sem aðstæður leyfa á meðan ég er að koma okkur Jóni sem best fyrir í þrengsl- unum aftur í. – Þú hlýtur að hafa verið með honum Palla Heimis í læknisfræðinni, segir flugmaðurinn vingjarnlega. – Hann hélt bestu partí í bænum þegar við vorum í háskólanum. Flottustu stelpurnar og besta tónlistin! Hann brosir uppörvandi til okkar Jóns en ég nenni ekki að taka undir svo hann drífur okkur í veltandi flugtak án þess að gera tilraun til frekari samræðna. Yfirleitt er ég ekki flughrædd en í þetta skipti blöskrar mér. Allt hoppar um inni í vélinni og það sem verra er, Jóni hrakar ört. Hann kastar upp og verður æ móðari. Ég tek eftir að hann er að reyna að segja eitthvað við mig á bak við súrefnisgrímuna en ég heyri ekki orðaskil vegna hávaðans í flug- vélinni. Ég losa hana varlega af og hann kastar upp. Ælan lendir á jakkanum mínum, höndunum, ábreiðunni og gólfinu. Honum líður greinilega mjög illa. Ég lagfæri á honum grímuna og skrúfa skjálfhent upp súrefnið. Blóð- þrýstingurinn virðist líka vera að lækka ískyggilega og ég reyni að auka innrennslisvökvann. Mér er orðið óglatt af hristingnum og lyktinni og það virðist vera sama hvað ég reyni, ekkert kemur að gagni. Angist og kvalir sjúklingsins blandast hávaðanum frá hreyflunum og mér svíður að geta ekki staðið undir væntingum og trausti þessa manns sem hefur ekkert nema mig að binda vonir sínar við. Ég reyni að halda mér í þegar vélin tekur snögga dýfu yfir Snæfellsnesinu og mér bregður þegar ég lít aftur á Jón og sé að hann hefur misst meðvitund. Litli skjárinn á gamla hjartatækinu sýnir hraðar, óreglulegar bylgjur og ég gríp um gulnuð plasthandföngin til að gefa honum rafstuð. Það vælir í tækinu í smástund eftir að ég kveiki á því og hann kippist til á börunum þegar rafmagnið fer í gegnum líkamann. Ég bíð eitt augnablik og vona að hann fari í gang en bylgjurnar eru jafn óreglulegar og áður. Ég set inn aðra hleðslu en þá slokknar skyndilega á tækinu. Einhver hefur gleymt að hlaða það.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.