Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 106
„ G e s t u r v e s t f i r s k i “ 106 TMM 2013 · 1 En Þórbergur hefndi fyrir sig með því að hann kvað níð mikið um þann er að fjandskapnum var valdur og er kvæðið svo magnað að eigi leyfist kristnum mönnum að lesa eftir að sól er af lofti. Hafði kvæðið þau áhrif á þann er til var kveðið að hold hans visnaði allt af beinum svo að skinnið huldi þá sinar einar og varð maðurinn að viðundri. Hefur Þórbergur svarið að aldrei skuli hann yrkja annað þvílíkt kvæði um æfina. Hét nú Þórbergur á sjálfan sig að ráðast skyldi hann hið næsta sumar er læra mætti nokkuð gott af og bæta mætti ráð sitt. Réðst hann til sumarvistar hjá trúboða einum eður kenniföður er Árni5 hét. Fóru þeir víða um óbyggðir og ruddu mönnum vegu og hafði kennifaðirinn hesta meðferðis. Brátt sá Þórbergur það að kennifaðir var hvorki nærgætinn né miskunnsamur við skepnur og var svo með fleira. Sýndist Þórbergi að lokum að guðhræðsla hans væri mest hræsni og manngæska hans uppgerð. Kvað Þórbergur enn mikið kvæði um uppgerð Árna og ónærgætni við skepnur og miskunnarleysi við menn og þrællyndi og er það kvæði gott og margt í því vel sagt. Hefur Þórbergur ótrú á öllum góðum mönnum síðan og vantrú á öllu guðlegu. Er hann og svartsýnn síðan og hatar alla uppgerð og ójöfnuð sem drauga og drepsóttir. Kvað Þórbergur annað kvæði um það er heitir „Á vígvellinum“6 og þykir sumum það best allra þeirra kvæða er Þórbergur hefur kveðið. Þá var það enn er hausta tók að Þórberg fýsti til náms í þeim skóla er latínuskóli er kallaður og var hann æðstur allra þeirra skóla er menn þekktu í þá tíð. Þangað sóttu mjög þeir menn er tignir vildu verða og spakir og fróðir og hljóta allir vísdóm og virðingu mikla er þangað sækja. Svo að hvort sem það eru skynsamir menn og nytsamir eða hysknir menn og ónytjungar þá verða þeir allir lærðir menn og mikils metnir og bjóst Þórbergur nú undir skólann um veturinn. Hugði hann að það mundi mest auka veg sinn ef hann næði þar inntöku. En það sá Þórbergur að eigi þyrfti hann að lesa það heima fyrir er hann hafði von um að læra í skólanum og þótti honum ráðlegra að hafa þar annað yfir. Las Þórbergur þar íslenska málfræði og rökfræði, „Hafblik“7 og „Heljar- slóð“8, „Homer“ og „Buslubæn“. Þórbergur skrifaði og mikið, vann hann að því allar nætur. Og er vora tók þá hafði Þórbergur uppritað mikið safn af þeim ljóðum er kallast „beinakerlinga vísur“, ætla kunnugir menn að það væru margir tugir hundraða. Segja sumir að Þórbergur seldi síðan safnið sér til lífs er hann bjóst við að svelta fyrir bjargarskort en aðrir telja að hann seldi það fyrir tóbak. Keypti safnið merki- legur ungmennafélagi og er það leyndarmál hver hlaut og verður þess eigi hér getið.9 Annað safn ritaði Þórbergur og var það orðasafn norrænt og eru í því safni öll nafnorð sem á nokkurri tungu hafa nefnd verið, nema nöfn getnaðarfæra því Þórbergur hatar alla kynjaðaræxlun. Nú um vorið hugði Þórbergur að breyta skyldi hann forsjárlegar um sum- arið en hann hafði áður gert og mætti hann bera meir úr býtum til vetrarins. Þá fór Þórbergur norður um lönd, kom heim þar sem heitir Hrútafjörður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.