Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 112
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“
112 TMM 2013 · 1
4/3 ’63
Góðan daginn Ragnar.
Nú hef ég mikinn hug á að gefa út, eða réttara sagt að komast út í lönd. Ég á
handrit að fjórum bókum sem ég hef hug á að koma út, tveimur skáldsögum;
einni bók af ritgerðum; og einu útvarpsleikriti (sem gefa mætti út í söguformi
einnig). Nú ætla ég hiklaust að gerast bisnissmaður og reyna að hagnast sem
best á þessu. En ef til vill ertu hræddur við mig?! En ég mun ekki reynast
tyrfinn; ég er einúngis bisnissmaður eða ævintýrafugl sem ætlar og skal með
guðs eða djöfuls ráðum út í hinn stóra skáldlega heim. Ef þú hefur einhvern
hug á að líta á þetta, má senda mér línu að Ásvallagötu 22; en þángað mun
ég bráðlega koma.
Ég er nú og hef verið í nokkurn tíma í sveit, að Stóru Heiði í Mýrdal.
Ég vona af heilum hug að þetta hitti þig ekki lasinn heldur kraumandi og
brennandi ans eldfjall.
Gángi þér allt í haginn,
(sign.)
Útgefandinn Valdimar Jóhannsson, bókaútgáfunni Iðunni, skrifar Steinari Sigur-
jónssyni sem þá býr í 6. Adenza Terrace, Seapoint Ave. Blackroca, Dublin – um
þriðju bók Steinars, skáldsöguna Hamíngjuskipti. Hetjusaga, Rvík 9/10 ’64.
Meistari Steinar.
Undarlega var bréf þitt lengi á leiðinni, nema þú hafir ekki haft dug í þér
til að póstleggja það fyrr en eftir dúk og disk. Þetta er sem sagt nýkomið í
mínar hendur, og ég hef ekkert litið á handritið. Auðvitað er það handónýtt
sem verzlunarvara. En ég sendi þér þessa ávísun hvað sem öðru líður.
Bókin er ekki komin á markað. Það er verið að prenta kápuna. Að öðru
leyti er hún tilbúin. Og nú máttu halda um höfuðið á þér: þetta er ein
fegursta bók sem hér hefur sézt að því er varðar format og band. Prentunin
er ekki eins góð. Ég sendi þér eitt eintak í flugpósti rétt bráðum, en langar
þig ekki til að fá meira (sjóveg)?
Strammaðu þig nú af og gerðu eitthvað. Og mundu – svo að ég moraliseri
svolítið – að það kemst enginn neitt í samfylgd áfengis – hvorki rithöfundur
né bisnissmaður.
Í mesta flýti og með kærri kveðju.
Valdimar Jóhannsson.
Hamingjuskipti kom út ’64. Sami útgefandi skrifar Steinari nokkru síðar og er þá
Steinar kominn til Flateyjar á Breiðafirði:
Reykjavík 10/3 ’65.
Meistari Steinar.
Sendi þér hér með kr. 2000.00.
Listamannalaunin tók ég út og lagði inn á bankabók. Hefur þá það skeð