Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 118

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 118
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“ 118 TMM 2013 · 1 Þakka bréfið frá þér varðandi skrif í Tímann. Við erum enn fúsir að kaupa af þér efni í blaðið, og myndum borga þér 1200 krónur fyrir síðu í blaðinu, ef til kemur, að þú sendir eitthvað. Kær kveðja, Indriði G. Þorsteinsson. Ritstjóri. Steinar sendir Indriða grein með ýmsum fyrirvörum. Indriði svarar: Steinar, Ekkert helvítis múður. Ég birti þessa grein í jólablaðinu. Hún er gagnslaus undir dulnefni – og verðlaus – en afbragð með þínu gamla góða nafni. Ég skal líta á próförkina og láta ekki barna þig mikið í henni. Hafðu ekki áhyggjur. Ég læt senda þér 4000.00 krónur. Kveðja, Indriði G. Þorsteinsson. P.S: Sendu mér ekki meira í bili. Steinar sendi bréf frá heimaborg sinni Dusseldorf 1970 til Ólivers Steins sem stýrði Skuggsjá í Hafnarfirði. Hann hefur líklega boðið Óliver skáldsöguna Farðu burt skuggi, en hann náði ekki svo langt að sýna útgefandanum handritið, sem svaraði bréfi hans og tilmælum með eftirfarandi orðum: Hr. rithöfundur Steinar Sigurjónsson. – – – Bestu þakkir fyrir bréfið þitt, dags. 30.9.s.l., og boð þitt á handriti til útgáfu. Ég skal játa strax, að áhugi minn fyrir bókum „sem djarfan útgefanda þarf til að gefa út,“ eins og stendur í bréfi þínu, er ákaflega takmarkaður, sér- staklega ef mikið er um klám eða klámyrði í bókinni. Auk þess hafa erfiðleikar við bókaútgáfu almennt, vaxið svo hrikalega hér heima, einkum síðustu tvö árin, að svona karlar eins og ég vita ekki hvort þeir lifa árið af eða fara pent og huggulega á hausinn. Þar við bætist að ég hef þegar að mestu ákveðið þær bækur sem ég hef bolmagn til að gefa út á næsta ári (1971), enda er mér það nauðsyn vegna þess tíma sem ætla þarf hverju handriti í setningu, prentun, prófarkalestri og öðru því er að útgáfu lýtur. Vinsamlegast, O. Steinn. Steinar bjó árið 1970 í Dusseldorf ásamt sambýliskonunni Barböru, þegar hann sendi Ragnari í Smára handritið að skáldsögunni Farðu burt skuggi sem Ragnar gaf út ári síðar. Handritið barst Ragnari í jólaösinni og hann svaraði samdægurs:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.