Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 123
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“ TMM 2013 · 1 123 síðasta bréfi, ég átta mig á því núna, og í símanum gaf ég í skyn að ég hafi gert mér far um að hræra sem mest í heilabúinu á þeim þremenníngunum Albert, Herbert og Gilbert og gert þá að nokkurs konar Gísla, Eiríki og Helga, sem er rángt. Þegar grannt er skoðað eru þeir ekki eins ruglaðir og ég gaf í skyn. Þeir eru raunar í nokkuð föstum skorðum, harla almennilegir, og ég ætla að gefa þessu nokkur orð. Hvers vegna er bókin annars svona vitlaus? Svarið er einfaldlega svona: Hún er það ekki! Sjáum nú til. Ég kom að Hlaðgerðarkoti í öndverðum maí í fyrra og ég kallaði mig lánsaman að hafa fengið inni þar, því ég var blánkur og kom af götunni, en fólkið þarna var umburðarlynt og lét mig fá herbergi út af yfir mig. Mér leið að vísu illa fjóra eða fimm fyrstu dagana og tókst ekki að hugsa neitt af viti, en það kom einfaldlega til af því að ég var látinn fá herbergi númer 13! Ég fann fljótt hver orsökin mundi vera fyrir andleysi mínu og bað um herbergi með öðru númeri; svo að ég var fluttur á númer 2. Þá byrjaði ég auðvitað strax að skrifa þessa bók, og í þessu herbergi var hún skrifuð frá nefndum tíma fram í miðjan ágúst þegar ég fékk þá þrálátu pest sem útþráin er, en hún truflaði mig algerlega með því að hvarfla mér til Frakklands. Lífið að Hlaðgerðarkoti segir nokkuð til um hvers vegna bókin er svona vínglöð og klikkuð. Daglega varð ég að vinna viss verk þarna og ég komst ekki hjá því að umgángast alkana. Þeir eru raunar ans fólk er flest, ósköp blátt áfram þegar Bakkus er hættur að fá að ráða, og þá orðnir afvatnaðir og daufir ans fólk er flest. Nema mér þótti í og með leitt að vera innan um als- gáða alka; varð samt fyrir nokkrum áhrifum af hugsunum mínum um þessa menn og fór brátt að lánga til að vera fullur, ekki síst þar sem stundum var verið að tala um dásemdir mannlegrar heilbrigði með þeirri lukku sem þá að vera að halda framhjá Bakkusi. Nema í stað þess að blanda geði við alsgáða alka og verða að þola það þurra fyllerí sem því fylgir varð ég að bæta mér það upp á þann hátt að vera samt með mannsæmandi ölkum, en ans þið sjáið á handritinu er ég þar í nokkuð góðglöðum félagsskap. Þetta er rétt. Undir- vitundin hefur fundið þörfina fyrir þennan félagskap, enda skemmti ég mér nokkuð vel með þeim, gott ef þeir komu ekki í veg fyrir það að ég kastaði mér í sumblið þá tvo og hálfan mánuð sem við vorum saman. En svo er það kristnin sjálf, því Hlaðgerðarkot er kristin stofnun jafn- framt. Daglega vorum við látnir lesa upp úr Nýja testamentinu, en þar sem alkarnir voru sumir harla stirðir í lestri og stundum varla læsir fór Biblían að fara í taugar mínar. Á laugardögum vorum við látnir tjá okkur, og þess vænst að við tjáðum okkur um huga okkar til Jésú Krists, en ég lét á mér heyra að mér þætti ekki mikill svipur á Kristi. Mér var fyrirgefið fyrir það að ég væri þó hreinskilinn. En mér fór smám saman að leiðast kristileg predikun. Hvers vegna þarf alltaf svona mikinn áróður til að boða þenna Krist? Hvers vegna er yfirleitt verið að tala um guð? Er nokkur þörf á því að nota orð um það sem er af næstum yfirnáttúrlegum anda sprottið? Er þessi mikilleiki ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.