Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 126

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 126
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“ 126 TMM 2013 · 1 er hún vandari. En eftir símtalið um daginn fór ég að hugsa nánar um bók númer eitt og á (eða má) koma á undan þessari. Og ég fór að hugsa um hvort ég gæti lokið við hana nú í sumar, eftir að þú sagðir mér, Björg, að ekki væri of seint að koma með handrit í ágúst. Nema ég byrjaði að skrifa þessa bók nú um helgina og er kominn á fleygiferð. Ég vona að mér takist að ljúka við hana á nefndum tíma. Vandinn sem ég átti í vegna bókarinnar sem ég var að ljúka við fólst í því eingöngu, að mér leiddist að vera að leiða lesandann inní verkið með lýsíngum á húsi og umhverfi. En um leið og ég hef skrifað þetta er allt ljóst fyrir lesandanum þegar hann kemur að bókinni sem ég var að ljúka við. Vandamálið er leyst. Því ég ætla að láta mér takast að gera þessa nýju bók það innilega í sjálfu sér, jafnvel þótt hún gegni því hlutverki að vera nokkurs konar inngángur að annarri bók, að enginn þurfi að sofna á milli lína. Ég ætla að taka fyrir andrúmsloft húss og þorps og þeirra Dönnu og Walkers. En um leið og ég hef gert þetta er önnur bókin orðin „hrein“: laus við allt nema sjálft erindið, hið yndislega erindi, sem er flöt og kostuleg klikkun. Gángi ykkur allt í haginn. (sign.) Óljóst er um þessa sögu, en svo er að skilja sem hún hafi verið skrifuð til að gera Sáðmenn aðgengilegri. Um þetta leyti fluttum við Matthías Viðar Sæmundsson þátti um Steinar í ríkisútvarpið. Fleiri tóku þátt í f lutningnum en við tveir, svo sem skáldið Jón Óskar, sem var gamall kunningi Steinars, Skagamaður eins og hann og líka djassspilari. Steinar skrifaði Jóni af því tilefni: 25. júní 84. Góðan daginn Jón. Ég hlustaði á útvarpsþáttinn í gær. Og að heyra í þér maður, og þeim hinum! Þvílíkir óviðbjarganlegir sérvitríngar! Fari maður að minnast á þá gömlu hallærislegu daga, þá man ég að talað var um eitt og annað sem var árum burt frá mínum skilníngi: tendens, idealisma, theóríu, mystik og fleira, en ég gapti ans uxi og kom ekki upp neinu viðeigandi orði þegar til mín var vikið um efni í talið. Ég hafði ekki hina minnstu hugmynd um hvað þetta væri í raun og veru: skáldskapur! Samt vorum við öllum stundum að tala um skáldskap! Og hvort þú varst ekki listamaður! Lást allur í þönkum um það form og þá stíla sem skáld- skapur er jafnan að heimta. Hvað annað! Hvernig getur listamaður um annað talað en listina! Og ég hafði vissulega nóg að hugsa um: að hrífast, einfaldlega hrífast, og nálgast þar með eitthvað þann undarlega og einstæða anda sem þessum stöku fuglum fylgir ævinlega. Nú jæja, ég hætti þessu, því það verður víst aldrei neinu tauti við sérvitrínga komið hvort eð er, og hana nú. Gángi þér allt í haginn, (sign.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.