Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 5
H u g l e i ð i n g u m á f ö l l o g s j á l f s v í g s h u g s a n i r TMM 2015 · 3 5 hefði verið raunin hefði RKÍ ekki valið mig úr stórum hópi umsækjenda sem allir bjuggu yfir meiri lífsreynslu en ég. Þannig að hvort sem horft er á lífs- reynslu eða tilfinningalegt ástand hefði mátt halda að ég væri að öllu leyti illa búinn undir að lifa við frumstæð skilyrði í Afríku. Svo reyndist þó ekki vera. Við komuna til Eþíópíu mætti mér framandi og ógnvekjandi heimur. Fátæktin og örbirgðin tóku í fyrstu talsvert á mig. Það var t.a.m. sárt að sjá alla betlarana sem ómögulegt var að hjálpa. Ég áttaði mig fljótlega á því að ógjörningur væri að róa tilfinningarnar, sem örbirgðin kveikti innra með mér, með því að mylja brauðsneið í hendur margra. Ég ákvað því fljótlega eftir komuna að rétta einum einstaklingi sneiðina. Fyrir valinu varð ungur drengur sem ég studdi fjárhags- og tilfinningalega meðan á dvölinni stóð. Það voru einmitt hin nánu vinatengsl sem ég myndaði í Bahr Dar sem gerðu dvölina í þessum framandi heimi viðráðanlega. Þar held ég að tilfinn- inganæmið og skortur á lífsreynslu hafi óvænt haft jákvæðar afleiðingar í för með sér. Á þessum árum var ekki algengt að vestrænir hjálparstarfsmenn mynduðu náin vinatengsl við innfædda. Meðvitundin um þetta kviknaði þegar ég var beðinn um að halda námskeið í höfuðstöðvum Rauða krossins í Addis Ababa um það hvernig ég hefði farið að því að eignast vini. Það var ógleymanleg lífsreynsla að standa frammi fyrir hópi af Vesturlandabúum, sem allir voru miklu eldri en ég, og reyna að kenna þeim það sem ekki er hægt að kenna: Barnslega einlægni. Dag nokkurn varð þungi þjáningarinnar hins vegar nánast óbærilegur. Þá hrapaði Boeing farþegaþota í útjaðri bæjarins. Þegar ég kom að flakinu blasti við skelfileg sjón. Margir dóu eða slösuðust en stór hópur lifði slysið af. Það var undarleg værð yfir eftirlifendunum, sem voru líklega enn dofnir eftir áfallið. Þyrlur fluttu alla, lifandi og dauða, til bæjarins. Daginn eftir fór ég úr öskunni í eldinn. Þá tók við myndataka af þeim sem létust í flugslysinu, enda alls óvíst að hægt væri að bera kennsl á líkin áður en þau yrðu óþekkjanleg sökum rotnunar. Það var skelfileg tilfinning að taka myndirnar á sama tíma og örvæntingarfullir ættingjar reyndu að bera kennsl á ástvini sína. Ég skalf eins og hrísla í vindi. Að kvöldi þessa dags horfði ég óttaslegnum augum inn í brjósthol ógæfusama mannsins. Tæpum 36 stundum áður hafði ég aldrei séð látna manneskju. Sjálfsvígshugsanir skjóta rótum Nokkrum vikum síðar veiktist ég alvarlega af lifrarbólgu A og varð að yfir- gefa Eþíópíu. Er heim kom beið mín sjúkrabíll á flugbrautinni og lá leiðin beint í einangrun á Borgarspítalanum. Eftir útskrift gekk mér illa að ná fótfestu og tengjast gömlum vinum. Íslenskt samfélag var allt í einu orðið mjög framandi. Til að bæta gráu ofan á svart var ég nú alltaf með vægan hita, hálsbólgu og svaf mikið. Ítarlegar rannsóknir leiddu ekkert í ljós. „Þú ert með síþreytu“, sagði læknirinn. Engum datt í hug að spyrja mig um reynsluna í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.