Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 6
S t e i n d ó r J . E r l i n g s s o n 6 TMM 2015 · 3 Afríku eða martraðirnar sem ég fékk á hverri einustu nóttu. Seinna kom í ljós að ég var með berkla og við tók margra mánaða erfið sýklalyfjameðferð. Á sama tíma koðnaði ég smátt og smátt niður andlega og lagðist í fyrsta sinn inn á geðdeild, tæpum þremur árum eftir að ég kom heim. Ég man ekki nákvæmlega hvenær sjálfsvígshugsanirnar tóku sér varanlega bólfestu í huganum. Reynslan í Afríku, framandleiki tilverunnar, síþreytan og martraðirnar voru jarðvegurinn sem þær spruttu upp úr. Sami svörður gat af sér margþætt og erfið tilfinningaleg vandamál, sjálfsfyrirlitningu og mölbrotna sjálfsmynd. Það er óhætt að segja að það sé ólýsanleg tilfinning að lifa meira og minna við stöðugar sjálfsvígshugsanir. Oft eru þær í forgrunni hugans. Stundum dvelja þær hins vegar í bakgrunni hans, en minna þá reglulega á sig, jafnvel þegar lífið virðist ganga vel. Þegar ég er heltekinn af sjálfsvígshugsunum blasir við mér ísköld og óbærileg tilvera. Ég upplifi mig sem svo ógurlega byrði á fjölskyldunni að mér finnst það í raun kærleiksverk að taka eigið líf. Þá er ómögulegt að ímynda sér að nokkur einstaklingur vilji umgangast mig, hvað þá búa með mér. Hér er auð vitað á ferðinni alvarleg ranghugmynd. Sjálfsvígshugsunum fylgir nánast óbærileg einmanakennd. Hún nístir mig inn að beini þó að ég sé innan um kærleiksríka einstaklinga. Hluti skýringarinnar liggur í því að illmögulegt er fyrir fólkið í kringum mig að skilja þjáninguna. Ólíkt líkamlegum verkjum, þá er andlegi verkurinn sem ég upplifi í þessu ástandi sjaldgæfari og þar af leiðandi illskiljanlegri. Martraðirnar gerðu lífið enn flóknara. Á hverri nóttu var ég eða fjölskylda mín drepin. Dauðinn fylgdi mér því eins og skuggi, hvort sem ég var vakandi eða sofandi. Má leiða líkur að því að martraðirnar hafi ýtt enn frekar undir tortímingarhvötina og firringuna sem ég upplifði á þessum árum. Sjö fyrstu árin eftir heimkomuna voru sjálfsvígshugsanirnar yfirleitt í forgrunni, með tilheyrandi sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum. Ég hélt fjöl- skyldunni í heljargreipum. Engin geðlyf slógu á þjáninguna. Sama má segja um endurteknar innlagnir á geðdeild og raflækningar. Læknarnir voru jafn ráðþrota og ég. Gott dæmi um þetta er þegar ég var útskrifaður af geðdeild eftir að hafa verið metinn of veikur til þess að fá að taka þátt í sálfræði- meðferð sem hefði mögulega getað bætt líðan mína. Það var skelfilegt áfall. Ég ráfaði eins og í leiðslu um borgina og endaði við höfnina. Horfði ofan í helbláan sjóinn og hugðist leggjast í vota gröf. Þetta gerði líffræðinámið sem ég lagði stund á á þessum árum gríðarlega erfitt. Ég horfði upp á hvern árganginn af öðrum útskrifast, sem fór mjög illa með sjálfsmyndina. Þrátt fyrir erfiðleikana þráði ég ekkert heitar en að verða líffræðingur enda hafði ég ákveðið 14 ára gamall að stefna á námið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.