Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 9
H u g l e i ð i n g u m á f ö l l o g s j á l f s v í g s h u g s a n i r TMM 2015 · 3 9 áður kostaði þessi ferð mig nánast lífið. Í kjölfar forsíðufréttar franska dagblaðsins Le Monde um fyrirlestur sem ég hélt á málþingi L’Association Diderot um líftækni í París í byrjun febrúar árið 2001 hrundi veröldin.8 Ég upplifði verulegt tilfinningalegt umrót mánuðina á undan með tilheyrandi svartnætti og tortímingarhvöt. Þegar heimspressan helltist svo yfir mig í kjölfar fréttarinnar, með endalausum fyrirspurnum um viðtöl, voru mér allar bjargir bannaðar. Mjög alvarleg sjálfsvígstilraun fylgdi í kjölfarið. Afleiðingin var langvinn dvöl á geðdeildum í Manchester og hér heima. Ári síðar hrundi geðheilsan endanlega. Þá um sumarið hélt ég í kamikaze leiðangur sem fékk nafnið Genin okkar: Líftæknin og íslenskt samfélag.9 Samhliða ritun bókarinnar lagðist ég endur- tekið inn á geðdeild, þar sem hluti hennar var skrifaður. Ég fyrirleit sjálfan mig og þráði að deyja. Ég bjóst ekki við að lifa sumarið af, hvað þá að ljúka við bókina. Á sama tíma og bókin, sem fékk góða dóma og umfjöllun í heimspressunni,10 kom út hvarf ég endanlega inn í eigin hugarheim sjálfs- tortímingar og martraða. Ég þjáðist á daginn. Ég þjáðist á nóttunni. Aldrei stundarfriður fyrir hryll- ingnum. Endalausar lyfjatilraunir, innlagnir á geðdeild og raflækningar slógu ekkert á þjáninguna. Sama má segja um áfengið, sem ég misnotaði illilega á árunum 2001–2004. Það var mér líklega lífsbjörg þegar ég hætti neyslu þess fyrir ellefu árum. Varð að gera það upp á eigin spýtur því að vanlíðanin var slík að ég gat ekki hugsað mér að vera innan um annað fólk á Vogi eða á AA fundum. Á þessum árum bjó ég við algjöra einangrun. Gat varla yrt á eiginkonuna og börnin, hvað þá aðrar manneskjur. Tilhugsunin um mannamót var nánast óbærileg. Þrátt fyrir þjáninguna og endurteknar tilraunir til þess að taka eigið líf tókst mér í lok ársins 2004 að beina huganum aftur að doktors- ritgerðinni. Varði hana sjö mánuðum síðar.11 Vörnin endurspeglar vel þá martraðarkenndu tilveru sem ég bjó við. Í stað hátíðlegrar athafnar við Háskólann í Manchester mætti ég andmælendunum þremur á sjónvarpsskjá í fjarfundarherbergi Háskóla Íslands. Vinnan við ritgerðina og vörnin gekk svo nærri mér að næstu 10 mánuði svaf ég 16 til 21 tíma á hverjum sólar- hring. Framfarir Nú eru rúmlega tíu ár liðin frá þessum stóra áfanga. Á þessu tímabili hefur tilveran að ýmsu leyti batnað. Martraðirnar eru horfnar. Kvikmyndahús og tónleikasalir eru ekki lengur óyfirstíganlegar hindranir. Mannamót eru orðin viðráðanlegri. Bætt sjálfsmynd, sem meðal annars má rekja til stuðnings er ég hef fengið á undanförnum árum frá þremur frábærum fagað- ilum, skýrir þetta líklega. Eftir standa sjálfvígshugsanirnar. Þó þær lami ekki lífið á sama hátt og áður eru þær enn til trafala.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.