Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 15
H u g l e i ð i n g u m á f ö l l o g s j á l f s v í g s h u g s a n i r TMM 2015 · 3 15 rúmlega fjörutíu ára baráttu, sextíu og átta ára að aldri. Hvað með mig? Stend ég frammi fyrir sömu endalokum og efnafræðingurinn eða get ég náð sátt við mína fjarstæðu tilveru? Hér kemur Camus aftur til skjalanna. Það vill nefnilega svo til að Mýta Sisyfosar hefur að geyma lausnina, að minnsta kosti hluta hennar: „Núið og röð núa andspænis sífellt meðvitaðri sál er fyrirmynd hins fjarstæða manns“.46 Eins og Camus bendir hér á er gerlegt að hægja á flóttanum með því að læra að lifa í núinu. Hann nálgaðist það með hugleiðslu.47 Sjálfur hef ég átt erfitt með að tileinka mér hugleiðslu og núvitund en með hjálp fagaðilanna sem sinna mér mun það vonandi takast. En hvað sem því líður þá hefur Camus og ást hans á lífinu að einhverju leyti breytt sýn minni á sjálfan mig og Afríku-reynsluna.48 Eins og rithöfundurinn franski þarf ég að finna sumarið, mitt í vetrinum sem hefur herjað á mig. Í stað þess að einblína á dauðann og örbirgðina sem ég varð vitni að í Afríku ætti ég kannski frekar að beina sjónum mínum að annarri örlagaríkri ökuferð. Dag nokkurn í Afríku, er sólin skein í heiði, ók ég fram á konu sem lá í vegarkantinum, langt frá mannabyggð. Er út kom sá ég strax hvað var á seyði. Konan var að því komin að fæða barn. Ég stóð þarna drifhvítur og mállaus en augnaráð ungu og fallegu hörundsdökku konunnar nægði. Eins og í tilfelli ógæfumannsins, tók ég konuna í fang mér, bar hana inn í jeppann og brunaði á daunilla spítalann. Konan stundi endrum og sinnum eins og maðurinn, en nú lá ekki dauðinn í loftinu heldur eftirvæntingin eftir nýju lífi. Það var undarleg tilfinning að hlaupa með konuna inni í bygginguna, sem var í raun biðsalur dauðans, og finna að líf var að kvikna. Ég yfirgaf spítalann fullur af stolti og ánægju. Nafnlausi maðurinn og nafnlausa konan eru holdgervingar lífsins. Við fæðumst og við deyjum. Á milli þessara atburða bíður okkar líf sem er alltof dýrmætt til þess að réttlætanlegt sé að granda því. Tilvitnanir 1 Ég þakka Sigrúnu Júlíusdóttur prófessor, Aldísi Guðmundsdóttur sálfræðikennara og Ragn- hildi Guðmundsdóttur sálfræðingi fyrir gagnlegar athugasemdir. 2 Mark Rapley, Joanna Moncrieff og Jacqui Dillon (ritstjórar). De-Medicalizing Misery: Psychi- atry, psychology and the Human Condition. New York: Palgrave Macmillan, 2011. Ewen Speed, Joanna Moncrieff, Mark Rapley (ritstjórar). De-Medicalizing Misery II: Society, Politics and the Mental Health Industry. New York: Palgrave Macmillan, 2014. David Pilgrim. Understanding Mental Health: A Critical Realist Exploration. Abingdon, Oxon:Routhledge, 2015. 3 Peter Breggin. Medication Madness: The Role of Psychiatric Drugs in Cases of Violence, Suicide, and Crime. New York: St. Martin’s Griffin, 2008, bls. 58. Sjá einnig David Healy. „The Cardi- nals of Psychiatry“. Í De-Medicalizing Misery II: Society, Politics and the Mental Health Industry (Ewen Speed, Joanna Moncrieff og Mark Rapley ritstjórar), bls. 174–89. New York: Palgrave MacMillan, 2014, bls. 187–88. 4 Peter C Gøtzsche. „Why I think antidepressants cause more harm than good“. Lancet Psychi- atry 1: 104–06, 2014. 5 Steindór Erlingsson. „The Man Who Thought he was a Monster: Antidepressants and Vio-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.