Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 29
„… þa ð e r e i n s o g s é e k k e rt p l á s s f y r i r h e l g i í n ú t í m a n u m …“ TMM 2015 · 3 29 Katrín myndar um sig segulsvið sem er ekki kynferðislegt þótt hún sé kynvera. Hér er líklega að finna uppistöðuna í prestsímynd Náðarkraftar. Presturinn Katrín miðlar dulinni helgi sem mótar umhverfið og upphefur allt sem augu hennar sjá. Það gera þó ekki allir prestar sögunnar. Samstarfs- maður hennar, séra Magnús, skýtur aðeins einu sinni upp kolli í sögunni þar sem hann situr á kirkjubekk og mænir á Katrínu í stólnum með girnd sem er andhverfa hins heilaga. „Heilagleiki“ Katrínar er engum ljósari en manni hennar sem lifir af návistinni við hana: Guð er fögur. Hún horfði á hann og hann vissi að það eina sem honum hafði ekki skjátlast um var að hann ætti daglega að vera hjá henni, það eina sem honum hafði ekki runnið úr greipum var að eiga þess kost að mega daglega vera hjá henni, það eina sem honum bæri að gera væri að vera daglega hjá henni. [Leturbr. HH] (21) – – – Hún horfði á hann og hann frelsaðist til nýs lífs og endurlausnar, daglega. Og þá gleymdi hann því um stund að allt ætti eftir að fara á versta veg. [Leturbr. HH] (22) – – – Hún horfði á hann með augunum sínum og hann frelsaðist til eilífrar endurlausnar fyrir trú á hana því á meðan hún horfði var eins og hann kynni öll svör við gátum og vanmáttur hans væri þeim styrkur. [Leturbr. HH] (216–217) Guðsmynd og trúarskilningur Katrínar kemur fram á eftirfarandi hátt: Hún var óbifanleg í fremur óljósri lífsafstöðu. Meira að segja nú þegar hún var orðin prestur var henni um megn að boða strangan skilning á Guði. Viðhorf hennar einkenndist af mjúklátri samúð með öllum mönnum fremur en einbeittri andúð á nokkrum mönnum. Hún var sósíalisti en hirti aldrei um að útskýra í hverju það nákvæmlega fælist […] Kannski var sósíalismi hennar fólginn í þessu: samúð en ekki andúð. (18) – – – Henni fannst í einlægni að maður ætti að starfa öðrum til heilla og átti bágt með að skilja fólk sem aðhylltist ekki skynsemi. Kannski var sósíalismi hennar fólginn í tröllatrú hennar á skynsamlegu skipulagi, járnhörðum aga sem leyndist bak við glaðlegt fasið og fólst í litlum fimm mínútna áætlunum sem útfærðar voru af einbeitni og nákvæmni og veittu henni alræði yfir aðstæðum sínum og þeirra sem í kringum hana voru. (19) Kristsmyndin er einnig mild: Sjálf þekkti hún mildan og græðandi Krist sem opnar breyskum mönnum faðm sinn og gerir lítið úr meinlætum og blindri hlýðni, hún hafði fundið hinn smánaða og krossfesta Krist ganga með sér alla daga – sá Kristur var besti bróðir hennar, vinur, græðari og verndari, sonur Maríu … (74–75)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.