Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Blaðsíða 41
TMM 2015 · 3 41 Kristín Ómarsdóttir Því meira fannfergi því meira fjör Viðtal við Gerði Kristnýju Fyrsta ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Ísfrétt, kom út þegar hún var tuttugu og fjögurra ára. Í bókinni birtast ljóð mótaðs og þroskaðs skálds, hér er líka að finna brunn að yngri verkum. Næst komu út skáldsagan Regnbogi í póstinum og smásagnasafnið Eitruð epli. Öldina hóf Gerður með leikriti og nýrri ljóðabók, Launkofa, síðan kom út röð barnabóka. Þá gróf hún upp og opinberaði áratugagamalt mál úr Hafnarfirði og sagði okkur sögu af fordæmalausri misnotkun í Myndinni af pabba – Sögu Thelmu. Barna- bækur Gerðar taka hillu á bókasafninu, fimm fyrstu ljóðabækurnar komu út í ritsafni vorið 2014, nýjasta ljóðabókin, Drápa, var gefin út síðastliðið haust. Tungumál Gerðar Kristnýjar er beitt, heitt/kalt, mjúkt, árásargjarnt, auðmjúkt, myndirnar eru dregnar á hárfínan og óvæntan hátt, hún er fim með orðabogann, hittin, skotglöð, djörf og lífskát og sýnir manni gjarnan hina hliðina: sjónarhorn kvenna sem þagað hefur verið yfir í þúsund ár, veltir við viðteknum hugmyndum eins og steinum, hleður nýjar og aðrar vörður. Ljóðin skera í hjartað, orðin meiða og græða, fegurðarskyn Gerðar er agað og frjótt. Gerður Kristný hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina Blóðhófni árið 2010, bókin var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hún hlaut Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir bókina um Thelmu Ásdísardóttur og hefur hlotið mörg fleiri verðlaun  og viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Fyrstu tíu ár ritferilsins starfaði hún líka sem blaðamaður. *** Ég byrja á að þakka þér fyrir að koma í viðtal við mig fyrir Tímarit Máls og menningar. Gerður Kristný, viltu segja mér hvar þú ert fædd, hvað heitir mamma þín, pabbi þinn, áttu systkini, hvar ólust þið upp? Ég á mömmu sem heitir Ingunn Þórðardóttir og hún er frá Litla-Fjarðar- horni á Ströndum, pabbi minn heitir Guðjón Sigurbjörnsson og er alinn upp hér í Reykjavík, ég er alin upp í Háaleitishverfinu og aðallega í Safamýri. Einu sinni var ég næstelst af fjórum systkinum en nú er ég í miðjunni af fimm. Hvar ertu fædd og hvenær? Ég er Reykvíkingur frá stefni og aftur í skut, fædd hér og upp alin. Ég fæddist 10. júní árið 1970, sumarið sem Led Zeppelin spilaði í Höllinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.