Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 57
R a u ð h e t t a o g ú l f u r i n n á B ó k m e n n t a h á t í ð TMM 2015 · 3 57 eldrar hennar létust bæði þegar hún var ung og að þeim látnum kom það í hennar hlut að ala önn fyrir systkinum sínum, en þau voru alls níu talsins. Í æsku upplifði hún á eigin skinni ójöfnuð kynjanna og helgaði sig snemma baráttunni fyrir bættum réttindum kvenna. Hún þurfti að hafa fyrir hlut- unum, standa fast á sínu og lét engan segja sér fyrir verkum. Nawal lauk prófi í læknisfræði og auk þess að starfa sem læknir starfaði hún innan stjórnsýslunnar. Í báðum geirum kom hún sér í ónáð með „látunum“ í sér, en hún benti óhikað á óréttlæti og ójöfnuð gagnvart konum, kúgun og ofbeldi og lét þannig í sér heyra að eftir henni var tekið. Nawal var fangelsuð fyrir baráttu sína og stjórnvöldum í Egyptalandi þótti hún hættuleg. Í lok níunda áratugarins neyddist hún til þess að flýja land. Hún sneri aftur mörgum árum síðar, hóf baráttuna að nýju og íhugaði fram- boð til forseta Egyptalands árið 2005. Nawal er ákaflega virt og áhrifamikil kona innan femínistahreyfingarinnar, margverðlaunuð bæði austanhafs og vestan fyrir verk sín og störf og hún er eftirsóttur fyrirlesari víða um heim. Ég bar því óttablandna virðingu fyrir þessari konu sem 82 ára gömul kom til Reykjavíkur. Nawal er glæsileg kona, hvítt hár, sem hún tók upp við hnakkann, rammaði inn brosmilt andlit en augun voru dökk og kvik og hún vakti alls staðar athygli þar sem við fórum. Svo hófst Bókmenntahátíðin og þá reyndi á hinn unga listræna stjórnanda og prinsipp hans um frelsi listamannsins. Ég þurfti að horfast í augu við margbreytileika frelsisins og við tvær litum það kannski ekki alveg sömu augum. Einn morguninn sendi hún mér skilaboð um að hún vildi hvílast og treysti sér ekki á fætur. Þetta setti mig í mikinn bobba því hún átti sjálf að vera á dagskrá þá um morguninn svo ég lagði upp í leiðangur til þess að sjá hvort ekki væri hægt að gera eitthvað í þessu máli. Og þarna á Hótel Sögu mætti Rauðhetta og hitti fyrir sjálfan úlfinn, um það bil þegar hann er nýbúinn að gleypa ömmuna og þess albúinn að plata Rauðhettu litlu líka. Ég sá það um leið og ég kom inn að málflutningur minn væri dauðadæmdur, ef ég lúffaði ekki með mitt yrði ég sennilega gleypt í einum munnbita. Nawal kom til dyra íklædd skósíðum hvítum bómullarnáttkjól, nákvæm- lega eins og í ævintýrinu. Kjóllinn var skreyttur blúndukanti og náði fram á úlnliði og alveg upp í háls, hvíta hárið var dálítið úfið og hún var berfætt en augun skutu gneistum. Gamla konan tifaði upp í rúm og bauð mér að setjast á rúmstokkinn. Ég þorfði ekki annað en að hlýða. Hún heyrði ekki vel, svo ég varð eiginlega að skríða upp í og leggja mig við hliðina á henni, og þarna áttum við samtal sem ég gleymi seint. Við ræddum málin fram og til baka sín á hvorum koddanum. Hún sá hversu erfið staða mín væri, ég þurfti að sanna mig sem hinn ungi listræni stjórnandi og allt þurfti að ganga upp hjá mér. Hún sýndi mér því mikinn skilning á endanum þegar ég hafði útskýrt mitt mál. Við náðum góðri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.