Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 58
58 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð lendingu og Nawal fékk sína morgunhvíld með skilyrðum en fékk svo nokkuð frjálsar hendur eftir það. Hún urraði hvorki né sýndi tennurnar og ég var ekki gleypt í einum munnbita líkt og ég hafði óttast. Ef henni var klappað öfugt fór hins vegar allt í vitleysu og það gerðist nokkrum sinnum eins og nærri má geta. Undir lok hátíðarinnar varð síðan uppi fótur og fit á Bessastöðum. Ég hafði beðið indverska rithöfundinn og diplómatann Vikar Swarup að segja nokkur orð fyrir hönd höfunda í móttöku sem þar var haldin. Hann var alvanur slíkum ræðuhöldum með litlum fyrirvara og ég taldi þetta geta skapað gott jafnvægi í dagskránni. Indverjinn hóf ræðuna á þessum orðum, eftir að hafa ávarpað forseta og aðra viðstadda: „Ég hef verið beðinn um að segja nokkur orð fyrir hönd þeirra rithöfunda sem taka þátt…“. Um leið heyrðist þrumað úr hinum enda salarins: „Og hver hefur kosið þig til þess að tala fyrir mína hönd?“ Nawal var hreint ekki sátt við þetta og krafðist þess að fá að halda sína eigin ræðu, sem hún auðvitað fékk. Það varð töluvert uppistand á Bessastöðum í kjölfarið sem lyktaði með því að orðið var gefið frjálst og bæði íslenskir og erlendir höfundar fengu að tala fyrir sína eigin hönd ef þeir óskuðu þess. Gagnrýni hennar var að sjálfsögðu réttmæt. Þarna heyrðist rödd konu sem hefur barist fyrir lýðræði og mannréttindum alla sína ævi. Það talar enginn fyrir hennar hönd nema vera kosinn til þess. Þetta var þörf áminning fyrir mig, unga konu með allt lífið framundan. Ég er svo gæfusöm að búa í lýðræðissamfélagi en það þýðir samt ekki að við megum sofna á verðinum. Við megum ekki taka lýðræðinu sem svo gefnum hlut að við hættum að leiða hugann að merkingu þess og hlutverki okkar í því. Þetta vita fáir betur en rithöfundar sem hafa þurft að berjast fyrir frelsi skoðana sinna við erfiðar aðstæður alla sína ævi. Kálgarðaleiðin mín í þessu tilviki reyndist þannig vera af hinu góða. Ég uppskar ríkulega og verð Nawal El Saadawi alltaf þakklát fyrir að vera bæði úlfurinn og leiðsögumaður minn á leiðinni til Krýsuvíkur og til baka.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.