Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 72
72 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Shua, Gegn tímanum (Contra el tiempo) en þær valdi Samanta Schweblin, yngri skáldsystir hennar frá Argentínu. En víkjum aftur að örsögum Shua. Í smáprósaverkinu Syfjur eru 250 örsögur sem hverfast flestar á einn eða annan hátt um svefn og drauma, martraðir og vöku, og hið óræða bil milli svefns og vöku. Í þeirri bók endur- speglast helstu höfundareinkenni Shua: frjótt og leikandi ímyndunarafl, óvænt sýn á hlutina. Hún ögrar viðteknum hugmyndum og gildum og opnar í sífellu dyr að nýrri veruleikasýn. Oft spyrðir hún saman þverstæður í mannlífinu og teflir fram andstæðum hins raunverulega og óraunverulega eða fantasíunnar. Og sjaldan er húmorinn langt undan – bæði háðskur og hlýlegur – þótt undirtónninn megi teljast alvarlegur. Í Syfjum má greina eins konar hliðstæðu þess að dreyma og ímynda sér aðra og annars konar veröld og sköpunarferlisins við að skrifa, þessarar hliðstæðu gætir einnig í síðari verkum hennar. Næsta bók Shua með örsögum var Hús geisjanna (Casa de geishas) sem kom út árið 1992 og inniheldur 215 sögur. Af titlinum að dæma mætti halda að hér væri á ferðinni bók um hinar frægu japönsku konur. Þær koma vissulega við sögu en aðeins í fyrsta hluta bókarinnar þar sem Shua leitast við að svipta hulunni af geisjunum dularfullu, ef til vill mætti segja að henni sé í mun að hrekja algengar hugmyndir um þær sem eru viðloðandi á Vesturlöndum. Að minnsta kosti tekst henni að sjá í þeim furðulegustu óra listalífsins. Hér er tekist á við margvíslega þrá mannverunnar, óra hennar, langanir og fýsnir. En geisjurnar, sérhæfðar á mismunandi sviðum, geta komið til móts við allar þessar ólíku hvatir. Bókinni er skipt í kafla eins og síðari örsagna söfnum Shua: sá fyrsti ber titil bókarinnar, næsti nefnist „Tilbrigði“ (Versiones) og sá þriðji og síðasti „Aðrir möguleikar“ (Otras posibilidades). Titlarnir endurspegla þörf Shua fyrir að endurhugsa staðlaða skynjun og túlkun á veruleikanum – gegnum „aðra möguleika“; sömuleiðis mann kyns söguna, bókmenntir, vísindi og í raun allt sem lifir og hrærist. Eins og margir sem skrifað hafa örsögur leitar hún fanga í gömlum, klassískum textum í síðari hluta bókarinnar, þjóðsögum og ævintýrum sem flestir þekkja, og veltir upp nýjum möguleikum á framvindu þeirra og túlkun. Þannig gefur Shua færi á öðrum endalokum, annarri útleggingu, eins konar endursköpun sem er nátengd sköpunarferlinu sjálfu. Árið 2000 kom út þriðja örsagnasafn Shua, Grasafræði óreiðunnar (Botán- ica del caos) með 190 sögum. Titillinn virðist þversagnakenndur en hér leitar Shua til hinnar upprunalegu óreiðu. Margt er lagt á vogarskálarnar, til dæmis allt skipulag sem við mannfólkið höfum komið á í þeirri veröld sem við byggjum, skipulag sem við tökum oftast sem gefnu. Einnig veltir hún fyrir sér skynjun okkar á tímanum; og hvernig við notum orðið til að koma skipan og reglu á fyrirbærin í kring um okkur, en þegar öllu er á botninn hvolft segja orðin harla lítið um „sannleika“ fyrirbæranna. Þau hylja óreiðuna og fáránleikann með eins konar blekkingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.