Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 76
76 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð tengslum við kvikmyndagerð hans og verðlaunamynd1 en þar bar Hugo Rask á góma. Í morgunþætti á TV4 í nóvember dró hann í land og sagðist aldrei hafa sagt það beint að hann væri Hugo Rask heldur hefði fólk í kringum hann einfaldlega bent honum á líkindi þeirra á milli. Sjálfur hefði hann ekki gefið sér tíma til að lesa bókina. Í sjónvarpsviðtali var Lena Andersson spurð út í ummæli Anderson og hún benti á að um skáldsögu væri að ræða og bæði Hugo Rask og Ester Nilsson væru skáldaðar persónur.2 Vorið 2014 spratt jafnframt fram umræða í Svíþjóð um hinn svokallaða Kulturmann. Åsa Beckman skrifaði grein í Dagens Nyheter þar sem hún skilgreindi hugtakið og tók Hugo Rask sem dæmi um kúltúrmanninn. Í stuttu máli er kúltúrmaðurinn karlkyns listamaður sem hefur í kringum sig hjörð aðdáenda sem lofsamar hann og hann sækir í aðdáun kvenna. Hann hefur greiðan aðgang að fjármagni, virðingu og listrænt frelsi er honum mikil- vægast af öllu. Åsa hélt því fram að áhrif hans færu dvínandi og að margt benti til þess að hann væri að deyja út. Í kjölfarið hófust fjörugar umræður um tilvist kúltúrmannsins, hvort hann sé dauður eða lifi enn góðu lífi. Sú umræða á sér enn stað í sænskum fjölmiðlum og verður forvitnilegt að sjá hvort hún muni teygja anga sína til Íslands. Deilurnar um það hvort sögupersónurnar í bókinni Í leyfisleysi byggja á raunverulegum persónum eða ekki draga athyglina frá sjálfu efni bókar- innar. Í henni lýsir höfundur þeim blekkingum sem ástfangin manneskja er tilbúin að gangast á hönd. Ester verður gagntekin af Hugo og túlkar allt hans látbragð og hverja einustu setningu sér í hag. Lesandinn fær að fylgjast með ástarþrá Esterar Nilsson og voninni sem hún nærir af örvæntingu í eigin brjósti. Vonarneistinn glæðist auðveldlega og þráhyggjan nær svo sterkum tökum á henni að hún verður nánast „stalker“ eða „eltihrellir“ í lífi Hugos. Ester er umkringd öðrum persónum en lesandinn fær ekki að sjá þær beint heldur einungis enduróminn af ummælum þeirra í hugrenn- ingum Esterar. Þetta sýnir vel bjögunina sem verður í huga hins ástfangna: ástar-tvenndin verður lokaður hringur sem magnast upp og allt þar fyrir utan verður ómerkilegt og fjarlægt hjóm. Lena Andersson nær að lýsa þessu ástandi og þróun þess af miklu næmi og þegar líður á söguna fær lesandinn hrollkennda samúð með hinni berskjölduðu Ester. Það hvort Ester sé upp- runalega Lena eða Hugo Rask eigi rætur að rekja til Roy Andersson kemur málinu einfaldlega ekki við. Umræða sem þessi er hins vegar ekki ný af nálinni. Margir íslenskir höf- undar hafa lýst því hvernig þeirra persónulega líf er bendlað við persónur og atburði úr bókum þeirra. Spurningar sem höfundar fá gjarnan eru til dæmis: „Ert þetta þú? Kom þetta fyrir þig? Er þetta ég? Er þetta frændi þinn?“ Margir höfundar stíga þó fram og lýsa yfir tengslum við eigið líf og eigin reynslu. Sögulegar skáldsögur og skáldævisögur hljóta yfirleitt góðar viðtökur hér á landi og eru vinsælar. Vigdís Grímsdóttir hlaut hastarleg og martraðakennd viðbrögð við skáldsögu sinni Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón sem kom út árið 1989.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.