Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 80
80 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð útlistað hér4 því í þessari grein verður athyglinni beint að afköstum Eggers á öðrum sviðum en ritstörfum. Það hefur verið sagt um Eggers að ritstörfin séu eingöngu dagvinnan hans (í heimi þar sem fæstir rithöfundar geta einu sinni leyft sér að hafa ritstörf að atvinnu) og þess utan sé hann ekki bara útgefandi heldur bókmenntalegur mannvinur og aktívisti og ötull talsmaður nemenda og kennara. Sjálfur segir hann að skylda rithöfunda sé eingöngu að skrifa vel en hann hafi langað að hafa áhrif á umheiminn á áþreifanlegri hátt. Hann er draumóramaður en draumar hans eru þó miklu meira en órar því með mikilli elju og bráðsmitandi hugsjón hefur honum tekist að koma á fót fleiri góðgerðarsamtökum og verkefnum en unnt er að halda utan um. Greinarhöfundur ætlar samt að reyna: Árið 2002 opnaði McSweeney’s nýja skrifstofu í San Fransisco og Eggers ákvað að innrétta bróðurpart hennar undir heimanámsaðstoð fyrir nem- endur úr nágrenninu. Hugmyndin var sú að kollegar hans í útgáfubrans- anum hefðu allir þekkingu á og ástríðu fyrir tungumálinu og gætu gefið hluta af tíma sínum til að veita nemendum þá einstaklingsaðstoð sem þeir fengju ekki í skóla eða heima hjá sér. Auk heimanámsaðstoðar yrði nemendum einnig boðið upp á fjölbreytt úrval af skapandi ritsmiðjum. Nýja húsnæðið reyndist vera þeim skilyrðum háð að þar væri starfrækt verslun svo að Eggers greip til þess ráðs að opna búð til að þjónusta sjóræningja Flóasvæðisins (og þá sem lengra kæmu að). Í vandamálum felast oft tækifæri og sjóræningjaverslunin reyndist ekki bara auka á ánægju barnanna sem sóttu 826 Valencia (sem er bæði heiti ritversins og heimilisfang þess) heldur fór hún fljótlega að standa undir húsaleigunni. Starfsemin fór fljótt að vaxa, enda þörfin mikil, og færði út kvíarnar inn í skólana auk þess sem nemendahópar heimsækja ritverið á skólatíma. Í dag starfa þar yfir 1.700 sjálfboðaliðar við að virkja áhuga nemenda á aldrinum 6 til 18 ára á ritlist. Eitt megineinkenni starfsins frá upphafi hefur verið að gefa verk nemenda út á prenti enda telur Eggers að börn eigi rétt á að vera tekin alvarlega. Ímyndunarafl þeirra og sköpunarverk eigi fullt erindi við umheiminn og börnin leggi sig meira fram en við nokkuð annað þegar þau vita að skrifin komast á varanlegt form. Síðar stofnaði Eggers landssamtökin 826 National og undir þeirra hatti starfa nú sjö miðstöðvar víða um Bandaríkin (með tilheyrandi ofurhetju- og tímaferðalangaverslunum) sem þjónusta árlega 32.000 nemendur og gáfu út 990 rit nemenda skólaárið 2013–14. Árið 2008 tók Eggers á móti TED verðlaununum fyrir verkefnið og notaði tækifærið til að koma á framfæri ósk sinni að allir skapandi einstaklingar leiti leiða til að koma á samstarfi við skóla í umhverfi sínu með það að mark- miði að virkja sköpunargáfu barna. Með eldmóði sínum hratt hann af stað byltingu og í dag eru starfandi sautján ritver að fyrirmynd 826 víðsvegar um heiminn (og það er einlæg ósk greinarhöfundar að Ísland bætist fljótt í hópinn) auk fjölmargra smærri verkefna í Bandaríkjunum sem heyra ekki undir landssamtökin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.