Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 89
N í g e r í u b r é f f r á N e w Yo r k TMM 2015 · 3 89 og flókinn, við fylgjumst ekki aðeins með því sem honum ber fyrir augu á flandrinu heldur vefur hann sjónlýsinguna inn í þéttriðinn vef tengsla við þýskættaða móður sína og ömmu, æskuárin í Nígeríu, dvöl í herskóla eftir andlát föðurins, sambandið við mentorinn, bandarískan prófessor af japönskum ættum. Tengslin við móðurina og ömmuna eru flókin. Eins og móðir hans sjálfs gerði að sínu leyti hefur hann klippt á sambandið við móðurina, um leið má skynja söknuð hans eftir ömmunni sem bjó í Berlín við stríðslok með dóttur sinni. Amman hafði einu sinni komið í heimsókn til hans í Nígeríu á æskuárunum og honum finnst eins og móðir hans hafi hrakið hana frá sér. Hann gengur meira að segja svo langt að fara til Brussel, þar sem hún á víst að búa, að leita hennar, eða hvað? Hann leitar ekki neitt heldur ráfar um borgina og kynnist þar Farouq, menntuðum Marokkómanni sem vinnur við að vakta nokkra klefa í símasjoppu og les Walter Benjamin, Edward Said og Tahar Ben Jelloun sér til dægrastyttingar. Farouq hefur máls á ýmsum álitamálum um ástandið í heiminum, Palestínu, trúarbrögð, islamisma og skinhelgi Vesturlanda sem Farouq gagnrýnir harðlega á meðan Julius tekur til varna. Farouq er á sinn hátt fórnarlamb uppruna síns í Evrópu, hann kom vel menntaður þangað og skrifaði doktorsritgerð sem var hafnað á forsendum ritstuldar án röksemda. eins og hann segir Juliusi. Hann veltir fyrir sér að reyna fyrir sér með doktorsgráðu í þýðingafræði, en hann er fyrst og fremst í þeim sporum margra innflytjenda að þrátt fyrir menntun sína fær hann enga viðurkenn- ingu, engan andlegan þegnrétt í landinu. Höfundur þessara lína hefur séð þetta gerast með eigin augum í fleiri en einu tilviki og minnist ungs manns sem hafði lokið doktorsgráðu í efnafræði í Þýskalandi og vafraði um atvinnulaus, ekki vegna lélegrar menntunar heldur einungis uppruna síns. Eftir árangurslausa, en kannski þroskandi þó, ferð til Brussel snýr Julius aftur til New York og þá gerast dramatískari atburðir sem ekki verða raktir hér. Þó er hægt að segja að hann rekist harkalega á lífið, bæði sína eigin fortíð og einnig tilveru sína á götum borgarinnar sem hann hefur bókstaflega gert að andlegu heimili sínu. Lokaatriði bókarinnar lýsir svo á táknrænan hátt árekstri náttúrunnar við frelsisstyttuna sjálfa og hvernig afleiðingin af þeim árekstri nýttist á öðrum vettvangi. *** Þessum verkum Coles hefur verið vel tekið og gagnrýnendur hafa líkt honum við ekki minni höfunda en W.G. Sebald og V.S. Naipaul auk margra annarra.12 Stíll hans og frásagnartækni eru framúrskarandi og honum tekst að halda lesanda við efnið í sögum sem við fyrstu sýn gætu þótt lítt dramatískar og óspennandi, nánast eins og fræðiritgerð á köflum með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.