Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 91
TMM 2015 · 3 91
Steinunn Stefánsdóttir
Ólga undir sléttu yfirborði
Þetta er ekki ég. Ég stend ekki svona bak við tré úti í skógi. Laufblöðin falla. Október
er að renna sitt skeið, þetta eru síðustu laufblöðin.
Mér fannst ég alltaf hlaupa beint áfram en ég hljóp samt aftur og aftur fram hjá sama
mýrarpyttinum með fölnuðu burknunum. Ég hljóp til vinstri og til vinstri og aftur
löngu síðar, eða kannski var það til hægri, og svo einu sinni enn. Ég tók sérstaklega
eftir þessu, þetta var áður en ég fékk blöðruna.
Hvis det er, 1. kafli
Svona hljóðar upphaf skáldsögunnar Hvis det er, eða Eða hvað, eftir danska
rithöfundinn Helle Helle í þýðingu undirritaðrar. Bókin kom út á árinu sem
leið. Hún er nýjasta bók höfundarins og tilnefnd til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs sem veitt verða nú í október.
Í þessu stutta textabroti er að finna margt
sem er dæmigert fyrir rithöfundinn Helle Helle.
Persóna er kynnt til sögunnar með því að lýsa
hugsunum hennar í aðstæðum sem lesanda er
allsendis ókunnugt um. Iðulega eru upplýsingar
um bakgrunn og ýmsar ytri aðstæður þeirra
persóna sem Helle Helle skapar í verkum sínum,
af mjög skornum skammti. Í lýsingunum er þó
oft að finna fyrirboða eða dýpri merkingu, til
dæmis fær lesandinn hér strax í upphafi skáld-
sögunnar tilfinningu fyrir því að sögumaðurinn
sé ekki aðeins týndur í skógi, heldur sé hann týndur í stærra samhengi í lífi
sínu.
Smásögur, skáldsögur og ein barnabók
Helle Helle er væntanleg á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september. Eftir
hana liggja sex skáldsögur, tvö smásagnasöfn, bók með samtengdum
örsögum (fyrsta bók höfundarins), auk einnar barnabókar.
Helle Helle hóf rithöfundarferil sinn árið 1993 með bók sem illa verður
sett í dæmigerðan flokk, Eksempel på liv (Dæmi um líf). Eksempel på liv