Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 93
Ó l g a u n d i r s l é t t u y f i r b o r ð i TMM 2015 · 3 93 Dette burde skrives i nutid (Þetta ætti að skrifa í nútíð) kom út árið 2011. Í þeirri skáldsögu segir af ungri konu sem býr í litlum bæ og fer á hverjum morgni með lestinni til Kaupmannahafnar og er að sögn í háskólanámi. Hún sækir hins vegar ekki einn einasta tíma eða stundar námið að öðru leyti. Einsemd og tengslaleysi einkennir líf aðalpersónunnar sem veit ekkert hvað hún vill í lífinu en er í mun að fólkið í kringum hana telji hana vera á beinni braut. Nýjasta skáldsaga Helle Helle er Hvis det er (Eða hvað) sem kom út haustið 2014. Hér verður sú breyting á að sögumaðurinn er karlmaður. Hann er ráð- villtur eins og kvenpersónur Helle Helle. Kona sem verður á vegi hans þegar hann er týndur úti í skógi er hins vegar þungamiðja sögunnar. Bæði eru þau jafntýnd í lífi sínu eins og í skóginum að því leyti að þau virðast eiga afar lítil tengsl við annað fólk og líf þeirra skortir tilgang. Sækir sögusviðið í upprunann Ættarnafnið Helle er ættað frá langömmu höfundarins og hefur fylgt henni allt frá því að fyrsta bók hennar kom út þegar hún var 28 ára gömul. Áður hafði hún hins vegar borið þrjú ættarnöfn sem breyttust með breyttri hjóna- bandsstöðu móður hennar og fyrsta smásaga hennar var birt undir nafninu Helle Krogh Hansen í danska dagblaðinu Information árið 1987. Helle ólst upp í bænum Rødby á Lálandi og vann einmitt um stutt skeið með móður sinni í snyrtivöruverslun á ferjunni til Puttgarten. Hún nam bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla og stundaði nám í danska rithöfundaskólanum (Forfatterskolen) frá 1989 til 1991. Á níunda áratugnum var kynslóð ungra ljóðskálda mest áberandi í dönskum bókmenntum. Með kynslóð Helle Helle verður vaxtarbroddurinn aftur í prósa. Engu að síður krefst sá prósi sem frá Helle Helle kemur virkni af hálfu lesandans, ekki með ósvipuðum hætti og þegar ljóð eru lesin. Hér er lesandinn ekki mataður á staðreyndum með teskeið heldur verður hann að ráða í textann og sjálfur gæða hann lífi með ímyndunarafli sínu. Skáldskapur Helle Helle hefur verið tengdur við nýraunsæi sjöunda áratugarins og er þá vísað til þess hversu naumur frásagnarháttur hennar er. Þá hefur henni verið líkt við danska rithöfundinn Herman Bang sem var uppi um aldamótin 1900, bæði vegna sögusviðsins sem yfirleitt er lands- byggðin og vegna stílsins sem virðist einfaldur en er ævinlega með eitthvað undirliggjandi sem safnast saman og byggir smám saman upp heildar- mynd. Sjálfur textinn, orðin, er þannig eins og toppurinn á ísjakanum en merkingin margföld og undirliggjandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.