Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 95
Ó l g a u n d i r s l é t t u y f i r b o r ð i TMM 2015 · 3 95 franskar á grilli uppi við stöðina. Ég hlustaði á útvarp meðan ég borðaði. Öll hljóð úr hinum herbergjunum urðu til þess að ég spenntist upp. Rødby-Puttgarden, 16. kafli Textinn – það sem stendur og það sem ekki stendur Auk sögusviðs og persóna Helle Helle á jaðrinum er lágvær og áreynslulaus stíllinn helsta einkenni hennar. Yfirborð texta Helle Helle er einfalt, þ.e. setningarnar eru hvorki langar né flóknar að gerð. Textinn er blátt áfram en þungi hans liggur afdráttarlaust í því sem er ósagt. Þrátt fyrir hversu áreynslulaus hann er á yfirborðinu er, þegar að er gáð, greinilegt að hvert orð er úthugsað, hann er hlaðinn smáatriðum sem máli skipta og að undir honum kraumar andblær og upplýsingar sem aldrei eru orðaðar. Sem dæmi notar hún oft veður til þess að undirstrika stemmningu og líðan persóna fremur en að nota mörg orð til að lýsa henni beint. Sú sem þetta ritar nálgast rithöfundinn Helle Helle fyrst og fremst sem þýðandi. Texti Helle Helle er afar ögrandi verkefni fyrir þýðanda af þeim ástæðum sem að framan greinir. Glíma þýðandans snýst um hvernig eigi að koma því til skila sem liggur undir orðunum sem mynda yfirborð textans, því sem textinn miðlar án þess að það komi beinlínis fram í þeim orðum sem mynda hann. Tómi plastpokinn er við fæturna á mér. Ég heyri í honum þegar ég rétti úr öðrum fætinum. Annars heyrist endrum og sinnum væl í fjarska, líklega í uglu. Ég bíð eftir að hún segi eitthvað um vælið, en hún segir ekki neitt. Andardráttur okkar heyrist bara þegar annað okkar sýgur upp í nefið eða andar þungt frá sér. Hálsinn á mér er þurr. Ég reyni að reikna út hvað ég hafi drukkið mikið síðan í morgun. Það er ekki mikið. Neglurnar á henni hljóta að vera frekar langar, hún er farin að tromma með þeim á trégólfið. Fyrst með annarri hendi, svo með hinni. Nú fer hún yfir í annan takt sem minnir á kampavínstappalagið sem er í sjónvarpinu á gamlárskvöld, hún slær sama taktinn með báðum höndum. Fæturnir mínir kippast til, pokinn fer að hreyfast. Loksins er hún búin, hún blæs ákveðið frá sér gegnum nefið. Hvis det er, 7. kafli Verðlaunuð og þýdd Helle Helle er margverðlaunaður höfundur. Sem fyrr segir er hún tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem veitt verða í Reykjavík í lok október í ár. Hún hefur einu sinni áður verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en það var fyrir Ned til hundene árið 2008. Þá hefur Helle Helle hlotið sænsk bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Per Olof Enquist og veitt eru evrópskum rithöfundi (Jón Kalman Stefánsson hlaut þessi verðlaun 2011) og allnokkur dönsk bókmenntaverðlaun, meðal annars
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.