Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 97
TMM 2015 · 3 97 Helle Helle Fashanar Þýðandi: Guðbjörg Erla Ragnarsdóttir Dyrabjallan hringir og við dyrnar niðri stendur maður sem segist heita Richard. Hann er gegnblautur, það er búið að rigna í fleiri klukkutíma. Rennblautt dagblað liggur á dyrahellunni. Hann afsakar átroðninginn, segir að hann hafi einu sinni leigt íbúð á annarri hæð í þessu húsi og spyr hvort ég búi þar nú. Ég segist gera það. Hann afsakar sig á ný, hann hafi ekki komið í þennan hluta bæjarins í mörg ár og nú hafi hann óvænt átt leið hjá; hann sé að ná í nokkra fashana hjá manni sem hafði auglýst í dagblaðinu. Hann segist hafa komið hér við á heimleiðinni því hann hafi gleymt nokkrum hlutum í kjallaranum þegar hann flutti á sínum tíma. Mynd og hugsanlega lítilli kommóðu. Ég segist eiga von á gestum hvað úr hverju. Hann stingur höfðinu inn um dyragættina og segist finna ilm af gúllasi. Ég segi að það sé af ítölskum pott- rétti með sólþurrkuðum tómötum. Hann nær því ekki sem ég segi og biður mig um að endurtaka. Það skiptir ekki máli, segi ég. Maðurinn spyr hvort það sé enn pípulagnafyrirtæki á jarðhæðinni. Ég segi svo vera. Hann hlær og heldur áfram að spyrja. Hvort enn sé hrörlegur sturtuklefi undir tröppunum niðri. Hvort það skrölti enn í hurðinni á hverri nóttu, hvort enn sé gamall glymskratti og haugur af málningarfötum í kjallaranum. Ég segi að þetta hús hafi trúlega alltaf verið í svolítilli óreiðu. Húsaleigan sé þó enn lág og hér sé notalegt á sumrin þegar heitt sé úti og hægt að hafa gluggana opna. Ég hleypi honum inn í stigaganginn og hann vill endilega fara úr stíg- vélunum. Annars þarftu að skúra gólfið á morgun, segir hann. Nú skuli hann drífa sig niður í kjallarann og sækja hlutina svo ég geti haldið áfram með gúllasið mitt. Hann sé eiginlega viss um að litla kommóðan sé í innsta kjallaraherberginu. Ég þurfi alls ekki að hjálpa honum að leita, þetta taki enga stund. Hann fer niður á sokkaleistunum. Ég fer upp í íbúðina og hræri í pottrétt- inum. Ég tek rjómann úr ísskápnum, helli aðeins út í pottinn og set rjómann aftur inn í ísskáp. Svo heyri ég hann baksa við kommóðuna, bera hana upp kjallaratröppurnar og setja á gólfið í stigaganginum. Hann kallar upp til mín hvort hann megi trufla einu sinni enn, hvort ég eigi nokkuð vasaljós sem hann geti fengið lánað? Hann finni ekki myndina en hún standi örugglega á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.