Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 101
TMM 2015 · 3 101 Eiríkur Örn Norðdahl Að lesa Ljósmóður Jafnvel nú þegar ég ligg hér í Dauðs manns firði ein og yfirgefin, nú þegar leggöng mín eru börkuð af limunum sem herjuðu í þeim, nú þegar ég hef verið flæmd frá heimaslóðunum og krakkar hlaupa á eftir mér og húsbændurnir siga á mig hundum, jafnvel nú spyr ég hvers vegna. Hvers vegna sá Guð í vísdómi sínum ekki breyskleika minn? Ljósmóðirin – Bls. 158 Að lesa Ljósmóðurina eftir Kötju Kettu er að þreifa á hinu mannlega í hinu dýrslega og hinu dýrslega í hinu mannlega, þreifa á kynfærum og troða höndunum upp í gapandi sár, teygja húðir annarra yfir bein sín og spila frummenn, spila norræna alnasíska náttúru- rómantík, spila hið óskiljanlega einsog það sé manni skiljanlegt, af sannfærandi öryggi sem hlýtur samt alltaf að vera látalæti og gráta fjar- lægðina, látalætin, gráta að maður komist aldrei nær sannleikanum. Að lesa Ljósmóðurina eftir Kötju Kettu (í brjálæðislegri þýðingu Sigurðar Karlssonar) er að standa sveittur í forinni upp að öxlum, svamla í andnauð af eymdinni ósofinn, lúinn og drifinn áfram af lífslöngun, greddu, ást og mannhatri. Að lesa Ljósmóðurina eftir Kötju Kettu er að finna fyrir hverri taug einsog hún væri trjárætur, að þrá hömlulaust alla heimsins fullnægju og finna ekki til þess að nokkuð skilji mann frá kaldri moldinni undir fótum sér, lynginu eða grjótinu, nema í besta falli veikur viljinn. Að lesa Ljósmóðurina eftir Kötju Kettu er að óttast eymdina bakvið gluggatjöld nágrannans, óttast harminn í augum náungans, óttast orkuna sem hleypir lífi í mannfólkið, óttast mannbótasinna, óttast einræði skipulagsins, hinn marserandi þankagang beturvitanna, óttast hugsanir sem eru í laginu einsog skriðdrekar. Að lesa Ljósmóðurina eftir Kötju Kettu er að óttast náttúruna. Óttast eðlið. Óttast að geta ekki strammað sig af. Að lesa Ljósmóðurina er að óttast sjálfan sig. Sjá sjálfan sig annars staðar og óttast. Að lesa Ljósmóðurina eftir Kötju Kettu er að vera þakklátur fyrir friðinn, fyrir þögnina, hugarróna, þakklátur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.