Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 102
102 TMM 2015 · 3
B ó k m e n n t a h á t í ð
fyrir hrein rúmfötin og sjampóið, fyrir kvið fullan af vellystingum, þakk-
látur fyrir börnin sín og allt þetta viðkvæma öryggi. Að lesa Ljósmóðurina
er að vera þakklátur fyrir fjarlægðina í tíma, fjarlægðina í rúmi, þakklátur
að aðrir staðir skuli enn norðar en okkar staðir, þakklátur fyrir hafið sem
ver, fjöllin sem verja, blekkingarnar sem verja (aldrei myndi ég gera flugu
mein). Að lesa Ljósmóðurina eftir Kötju Kettu er að taka afstöðu til siðmenn-
ingarinnar, afmennskunar, til barbarísins og eðlisins; að lesa Ljósmóðurina
er að neyðast til að taka afstöðu þarna einhvers staðar í óbeisluðu kaosinu
á meðan maður veit að öll afstaða er að jöfnum hlutum lygi og sannleikur,
að jöfnum hlutum óumflýjanleg nauðsyn og ómögulegur tilbúningur sem
verður aldrei almennilega þröngvað upp á heiminn. Að lesa Ljósmóðurina
eftir Kötju Kettu er að sökkva sér í textaheim þar sem norræni exótisminn
hefur afklæðst kitsinu með því að magna það frekar en hafna því, færa það
fjær norðurljósunum og nær drullunni, þar til það loksins verður nógu yfir-
drifið, loksins nógu blóðugt, loksins aftur áhugavert, loksins, loksins aftur
bærilegt og loksins aftur dásamlegt, ógeðslegt og fullkomlega óskiljanlegt.
Einsog það er en ekki einsog við vildum að það væri.