Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 103
TMM 2015 · 3 103 Guðmundur S. Brynjólfsson „Hagið yður að hætti förumanna“ – um tvíhyggjuna í ferðabókum Thors Vilhjálmssonar Þegar Thor Vilhjálmsson gekk Jakobsveginn má segja að hann hafi ferðast að hjarta þjóðarinnar. Hann gekk burt, fór utan – en samt heim. Nú í ágúst hefði Thor orðið 90 ára hefði hann lifað – en hann fór, nokkuð við aldur en þó of snemma. Hann fór, en fór þó hvergi. Síðasta ferðasaga hans var lík þeim hinum fyrstu, hún leyndi á sér. 1. Inngangur Á árunum 1959 til 1961 komu út þrjár ferðabækur eftir Thor Vilhjálmsson: Undir gervitungli sem er að megninu til reisubók skáldsins úr boðsferð til Sovétríkjanna; Regn á rykið, en um það bil helmingur hennar er ferðabók þar sem lengst af er fjallað um Ítalíu; þriðja bókin, Svipir dagsins, og nótt, er ferðasaga um Evrópu. Þessar bækur mynda heild í höfundarverki Thors. Þær eru samofnar í tíma, koma út ein á ári, þrjú ár í röð. Þær eru skrifaðar í skugga atómsprengjunnar og á meðan uppgjör síðari heimsstyrjaldarinnar var enn í fullum gangi og eru þannig í sífelldu samtali við yfirvofandi endalok eða dauða. Þær einkennast allar af stílköflum sem kalla mætti vitundarflæði þó að jafnframt sé um raunsæja ferðafrásögn að ræða. En síðast en ekki síst er mikilvægt að á ritunartíma þeirra er Thor mjög róttækur og nánast eins og holdgervingur hins guðlausa existensíalisma Parísar í íslenskum hug- myndaheimi; og því er meiri áskorun í því fólgin en ella að draga þaðan fram þræði dulrænnar tvíhyggju. Það er fagurfræðileg tvíhyggja fólgin í því að bækurnar eru ekki það sem þær virðast í fyrstu; það er að segja hreinræktaðar ferðabækur. Á sama hátt má kalla það fagurfræðilega tvíhyggju hversu textinn er klofinn á milli þess að vera raunsær og flæðandi, allt að því draumkenndur. Enn er tvíhyggja fólgin í því hvernig hinn róttæki Thor, og á stundum kaldhamraði exis- tensíalisti, hverfur til fullkominnar trúarlegrar dulhyggju á köflum. Þá er enn ótalið að titlar þessara bóka eru margræðir og má vel túlka þá marg- ræðni sem birtingarmynd tvíhyggju. Hvað fyrstu bókina, Undir gervitungli,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.