Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 121
„ H a g i ð y ð u r a ð h æ t t i f ö r u m a n n a“ TMM 2015 · 3 121 tímans skilji þá að. Samsvörun Thors er Erasmus frá Rotterdam. Texti Thors um Erasmus er texti Thors um Thor. Erasmus er fyrirmynd Thors að þeim manni sem engum tilheyrir og er þannig frjáls að fljúga um loftin og gera krossmark eða segja til syndanna allt eftir því hvað samviskan býður honum. Fylling (Pleroma) Thors saman- stendur af samlíðan Frans frá Assisi og frjálsræði Erasmusar til að setja fram gagnrýni sem engum er háð. Erasmus var sjálfur einskonar flögrandi andi líkt og Thor. Hann var hvergi heimilisfastur langan tíma í senn heldur þvældist víða og ávann sér hylli fræðaþula og þjóðhöfðingja sem létu hann hafa fé svo hann gæti haldið fræðistörfum sínum gangandi. „Hann var kallaður Doktor Universalis og Ljós Heimsins.“72 Um upphaf þessa sífellda þeytings Erasmusar um heiminn segir Thor: „Þá byrjar erfið ganga hins andlega leysingja um heiminn.“73 Enn og aftur kemur upp þessi mynd af manninum í heimi, allt að því manni versus heimur, manninum sem kastað er út í veröldina að brjótast mót veðrunum. Hér dregur Thor upp nákvæmlega sömu mynd af Erasmusi og sjálfum sér – ekki í fyrsta og ekki í síðasta sinn. 5. Heim í sátt Maðurinn er ekki einn, hvorki alltaf né stundum. Yfir honum er vakað af Guði sem kannski er síðasti guðinn en kannski ekki, af Guði sem er ýmist nær eða fjær en aldrei ekki. Endurlausnin fæst með þekkingunni, Thor nær að þekkja bæði Guð sinn og sjálfan sig í Frans og Erasmusi og þannig öðlast hann fyllingu. Thor hefur með öðrum orðum fundið svör við illsku heimsins. Hann svarar með málinu, bæði hinu talaða máli en einnig með málleysinu. Hann svarar með því að opna á gagnvirkan gangveginn á milli Guðs og manns og þannig kemst hann í bandalag við Guð gegn illsku heimsins. En þetta bandalag verður að halda eins lengi og þessi heimur er til og endurnýjast reglulega í sögulegu rými, því að hver stund sem bandalagið heldur er úrslitastundin, en um leið sú stund sem næsta kynslóð vonar á og treystir að muni renna upp að nýju. Þannig er viska Thors ekki endanleg, hún er stundleg, verkfæri hans á meðan hún gagnast, því eins og bent var á hér að framan verður mannkynssagan að skoðast í samtali en ekki með línulegri skönnun, Thor nær að eiga slíkt samtal við þá báða, Frans frá Assisi og Eras- mus frá Rotterdam. Í viðtali við Þröst Helgason árið 2008 er Thor inntur eftir módernism- anum, Þröstur spyr: „Það var líka mikið að gerast í íslenskum bókmenntum á sjöunda áratugnum. Þú skrifaðir bækur sem teljast marka tímamót. Þær hafa verið kenndar við módernisma. Hvernig sérð þú þessi skrif?“ Og Thor svarar: „Það var eitthvað innra með mér sem ég vildi koma í orð. Ég vildi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.