Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 134

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 134
134 TMM 2015 · 3 Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Lásar, lyklar og lokuð herbergi Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Enginn dans við Ufsaklett – Ástin ein taugahrúga. Viti menn, Reykjavík 2014. Enginn dans við Ufsaklett – Ástin ein taugahrúga eftir Elísabetu Kristínu Jök- ulsdóttur var sennilega óvæntasti „hitt- ari“ síðasta jólabókaflóðs. Bókin kom seint út og eins og síðustu bækur Elísa- betar var hún gefin út af henni sjálfri og í upphafi nær eingöngu seld af höfundi. Elísabet er að sumu leyti jaðarhöfundur, en með þessari bók hefur hún þokast lengra inn á miðjuna, þótt í henni sé ýmislegt af því sem „hinn almenni les- andi“ (hver sem hann nú er) á oft bágt með að þola. Naktar og hráar tilfinning- ar, ofbeldi og geðveiki, kynlífslýsingar og gróteskar teikningar af píkum, svo eitthvað sé nefnt af þykkum kryddlegin- um í Engum dansi við Ufsaklett. Fyrsta bók Elísabetar Jökulsdóttur, Dans í lokuðu herbergi kom út árið 1989. Hún skapaði sér strax sérstakan sess í íslenskum bókmenntum, frumleg- an og næfan, en í Dansi í lokuðu her- bergi byrjar hún að fást við ákveðin stef eða þemu sem hafa verið til umfjöllunar hjá henni allar götur síðan og birst ítrekað í verkum hennar. Elísabet hefur skrifað ljóð, örsögur, leikverk, skáldsögur og æviminningar, en er ef til vill þekktust fyrir örsögur sem birst hafa m.a. í Galdrabók Ellu Stínu (1993), Lúðrasveit Ellu Stínu (1995) og Fótboltasögum (2001). Síðasta verk hennar sem gefið var út hjá einu stóru forlaganna (JPV) var Heilræði lásasmiðsins (2007). Bæði áður og síðan hefur Elísabet gefið út hjá eigin forlagi, sem hún nefnir Viti menn. Útgáfurnar eru oftast ódýrar, í litlu broti og fylgja gjarnan teikningar eftir höfund sjálfan. Bækurnar hafa einkum verið seldar í Melabúðinni, á Internetinu og á förnum vegi, en sjaldan sést í bókabúðum. Þetta eru m.a. Vængjahurðin (2003), Engla- friður (2004), Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu (2005), Bænahús Ellu Stínu (2009), Heimsóknartíminn – saga úr lokaða herberginu (2010), Kattahirðir í Trékyllisvík (2011) og nú síðast Enginn dans við Ufsaklett – Ástin ein tauga- hrúga (2014). Ef mætti tala um stíleinkenni á höf- undarverki Elísabetar Jökulsdóttur væri ef til vill hægt að segja að hún dragi upp hversdagslegar myndir og bernskar, hreinskilnin næstum yfirgengileg í sjálfsævisögulegu verkunum, en stund- um bregður hún yfir sig furðusagna- hamnum og þá er allt mögulegt. Verkin eru tilraunakennd og misjöfn að gæðum, sum virðast hafa verið skrifuð í einu hendingskasti og fleygt í prent- smiðju, meðan önnur eru vandaðri, ákaflega djúp og merkingarþrungin og bera þess merki að hafa verið lengi í smíðum. Jafnvel flest fullorðinsár höf- undarins. Einu sinni var lítið barn sem lokaðist inni … Snemma byrjar Elísabet að fást við nokkur þemu eða stef sem síðan birtast D ó m a r u m b æ k u r
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.