Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 4
4 TMM 2016 · 2 Lars Lönnroth Bréf Sigurðar Nordals til Nönnu Jón Yngvi Jóhannsson þýddi Mikilvægi Sigurðar Nordals fyrir íslenska menningu verður vart ofmetið. Hann var prófessor við Háskóla Íslands frá árinu 1918 til dauðadags árið 1974, þekktasti hugvísindamaður Íslendinga á alþjóðavettvangi og forystu- maður hins svokallaða „íslenska skóla“ í rannsóknum á íslenskum forn- bókmenntum. Fornsagnaútgáfur hans, bókmenntasöguleg yfirlitsverk og snilldarvel skrifaðar bækur um íslenska menningu náðu til breiðs hóps les- enda bæði í heimalandi hans og erlendis. Sem sendiherra í Kaupmannahöfn á árunum 1951–57 leiddi hann samningaviðræðurnar sem leiddu til þess að íslensk handrit voru flutt aftur frá Danmörku til Íslands. Auk þessa var hann, einkum á yngri árum, mikilsmetið skáld og nýjunga- maður í íslenskum fagurbókmenntum, ekki síst með ritgerðum sínum og lýrískum smásögum í smásagnasafninu Fornar ástir (1919). Margir hafa fjallað um mikilvægi hans fyrir íslenska menningu á 20. öld, meðal annars Kristinn E. Andrésson sem dregur mikilvægi hans saman á þennan hátt í Íslenskum nútímabókmenntum 1918–1948: Með því að halda svo á loft virðingu fyrir bókmenntum og menningu, hefur hann verið hvöt og örvun skáldum og öðrum, sem að menningarstörfum vinna. Ásamt fremstu skáldunum hefur hann lyft hæst nútíðarmenningu Íslands og framar öðrum mótað sjálft hugtakið íslenzk menning og gefið því dýpra innihald en áður. (207) Alkunna er að grundvöllurinn að starfi Sigurðar Nordals í þágu íslenskrar menningar var lagður á þeim árum er hann dvaldi erlendis ungur maður, fyrst og fremst í Kaupmannahöfn þar sem hann varði doktorsritgerð sína árið 1914, en einnig í Berlín og Oxford þar sem hann dvaldi sem styrk- þegi í styrjaldarófriðnum miðjum og lagði stund á heimspeki á tímabilinu 1916–18, áður en hann sneri aftur til Reykjavíkur haustið 1918 til að taka við prófessorsstöðu eftir Björn M. Ólsen. Þrátt fyrir þetta hefur ekki mikið verið vitað um þessi mótunarár, ef frá er talið það litla sem hann sjálfur kaus að segja frá. Fyrst nú hefur stórt bréfasafn frá þessu tímabili komið fram í dagsljósið, að stærstum hluta á dönsku en einnig á íslensku, þýsku og ensku (síðastnefndu málin voru notuð til þess að bréfin slyppu í gegnum ritskoðun þegar hann dvaldi í Berlín og seinna Oxford á árum fyrri heims-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.