Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 18
L a r s L ö n n r o t h 18 TMM 2016 · 2 alveg eftir að þau skildu formlega árið 1921 og Sigurður giftist Ólöfu Jóns- dóttur 1922. Hvernig fór þá fyrir Nönnu? Raunar ekki svo illa, þótt henni fyndist hún í fyrstu yfirgefin og héldi áfram að elska Sigurð. Hún giftist aldrei aftur en gekk vel sem kennara og kom undir sig fótunum sem metnaðarfullur þýðandi íslenskra fagurbókmennta með fjórum bókum eftir Einar Kvaran undir nafninu Nanna Nordal. Hún náði að treysta sambandið við börn sín að nýju, þau elskuðu hana og dáðu og þroskuðust vel, þó ekki eftir hug- sjónaríkum brautum þeirra Ernest Renan, Ludvigs Feilbergs eða Sigurðar Nordals. Meðal fjölmargra nemenda hennar má nefna blaðamanninn og rit- stjórann Carl-Adam Nycop. Hann talar um hana í endurminningum sínum, annars vegar sem einkakennara sinn á æskuárum, hins vegar sem móður Svens Boëthius sem var auglýsingastjóri á Dagens Nyheter (Nycop 1970: 22). Þýðing Nönnu á Sálin vaknar kom út undir hinum æsilega titli Hämnaren árið 1918 og varð tilefni mikillar hólgreinar í Vecko-Journalen sem var skrifuð af þýska málfræðingnum og ljósmyndaranum Henry Goodwin (upphaflega Heinrich Bürgel), sem starfaði í Svíþjóð sem lektor í þýsku og orðabókahöfundur á Norstedts forlaginu. Greinin er hástemmd, ekki bara í lýsingu sinni á skáldsögu Kvarans heldur líka á þýðingu Nönnu („et kraft- prov“) og myndskreytt með fallegum myndum af „prófessorsfrú Nordal“ og einnig af eiginmanni hennar, Sigurði Nordal. Sagt er frá því að sá síðarnefndi hafi nýlega „tekið við prófessorsstól í norrænu við nýstofnaðan háskóla í Reykjavík“, en Goodwin telur þó að prófessorinn „þekki og skilji lífið á íslensku prestsetri í óbyggðum“ jafn vel og höfundur skáldsögunnar. Á slíku prestsetri hafi Sigurður nefnilega dvalið sem barn hjá föður Einars Kvaran, séra Hjörleifi, að sögn greinarhöfundar. Ljósmynd af Sigurði sýnir hann sem ungling í gamalli baðstofu ásamt fóstru sinni. Greinin í Vecko-Journalen vakti athygli á Nönnu í sænsku menningarlífi, en þegar Sigurður frétti af henni brást hann illa við. Í bréfi sem hann skrifar á sjálft aðfangadagskvöld 1918 (en sendir ekki fyrr en 1919) skammar hann Nönnu fyrir að hafa sagt frá sambandi þeirra og látið Goodwin hafa „mynd af fóstru minni til að misnota“ (þ.e. myndina af honum sem unglingi). Goodwin lýsir hann sem óviðkunnanlegum Þjóðverja sem látist vera Breti. Bæði Sigurður og Nanna lifa nú í lygi, finnst honum sjálfum, þar sem hann lætur sem hann sé ógiftur en hún láti eins og hún sé gift. Hvorugt er í sam- ræmi við sannleikann, finnst honum, og þau þurfa að losna úr þessari stöðu ef vinátta þeirra á að haldast. Það er augljóst að Sigurður vill ekki bara segja skilið við Nönnu heldur líka hið frjálsa bóhemalíf sem hann lifði sjálfur í Kaupmannahöfn, einkum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hann vill verða nýr maður, reglufastari og ábyrgari eins og hæfir stöðu hans sem prófessors, ekki sá nautnaseggur sem Nanna lýsti í dagbók sinn sem fiðrildi sem var hugfangið af að „bergja hunang og safna litríkum frjókornum og fljúga svimandi hátt mót himn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.