Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 44
Þ r ö s t u r Ó l a f s s o n
44 TMM 2016 · 2
Skýrum þetta nánar.
Þótt fortíðin hafi vissulega margar mismunandi birtingarmyndir og
ásýndir, getum við skilgreint sem fortíð allar þær hreyfingar og stefnur, sem
styðjast við misöfluga valdræðishyggju – átóriterisma – sem er ætíð á skjön
við nútíma opið vestrænt lýðræði. Sterkur foringi, veikar stofnanir, skert fjöl-
miðlafrelsi, mannréttindi á hliðarlínunni, girt og varin landamæri.
Í þessari skírskotun skiptir það ekki öllu máli, hvort hugmyndirnar
komi frá vinstri eða hægri. Þær koma frá þjóðernissinnum, sem predika
valdbeitingu ríkisins í stað lýðræðis fjöldans, en þannig samfélag er jafnan
lokaðra og sniðið að þrengri sérhagsmunum. Þið kannist við nöfnin: „Sannir
Finnar“, „Svíþjóðardemókratar“, „Danski þjóðarflokkurinn“, „Front natio-
nal“, „Hinn pólski flokkur“, „Réttur og réttlæti“ o.fl.
Sama gildir um hreyfingar sem ættaðar eru úr aðdáendahópum ein-
stakra valdsmanna, sem sýnt hafa glögga valdræðistilburði; eða úr baráttu-
samtökum til varnar evrópskri menningu, svo ekki sé talað um liðsmenn
„Íslamska ríkisins“, sem með hrottaskap og hryðjuverkum vilja kveða niður
hvers konar frjálslynd lífsviðhorf og upplýst samfélög. Allt sækir þetta nær-
ingu úr sömu lindinni – fortíðinni.
Slíka hópa, stóra sem smáa, má finna í flestum ríkjum álfunnar, einnig
hérlendis. Þeir stefna að skertu lýðræði, þögulum fjölmiðlum og þrengra
samfélagi, lokuðum efnahag og upphafningu á fullveldi þjóða. Þarna er um
öfl að ræða þar sem afturhaldssækin hugsun úr fortíð, sem við héldum að
væri komin á ruslahaug sögunnar, ákveður stefnur og framgöngu hreyfinga
og stjórnmálaafla í nútíð.
Margar þjóðir í álfunni hafa kosið yfir sig ríkisstjórnir sem blekkja þegna
sína með margs konar tálsýnum og hugmyndum úr fortíð sem taka nútíðina
í herkví.
Sömu hugmyndatengsl má greina hjá ríkisstjórn Íslands. Tökum lítið
dæmi: Hvaðan ætli þær fyrirmyndir séu til dæmis komnar sem endur-
speglast í nýgerðum búvörusamningi? Engir samningar snerta almenning
meir en þessi samningur. Hvaðan eru viðmiðin tekin? Hann þarf í reynd
hvorki að bera undir bændur sjálfa né alþingi. Þetta er gert af sömu mönnum
og kvarta undan lýðræðishalla hjá ESB. Við gætum haldið áfram með fleiri
dæmi.
Oft er talað um að við lifum á nýfrjálshyggjutímum, og þá er yfirleitt
átt við hömlulausan markaðsátrúnað og einsleita gróðahyggju á grunni
kapítalismans, sem eins konar grunngildi samfélagsins. Ef grannt er skoðað
er nýfrjálshyggjan hins vegar meira. Áhrif hennar eru ekki eingöngu efna-
hagsleg. Hún er frekari til fjörsins en svo.
Ítök hennar í hugsunarhætti okkar eru sterk. Segja má að nýfrjálshyggjan
sargi sundur samhengi tímanna, því hún byggir nefnilega á tvíhyggju: þ.e.
samfélagslegri kyrrstöðu, um leið og hún rekur hagkerfið áfram á fleygiferð
og skapar mikinn auð. Hún er gjöful á auðsköpun og atvinnu sem veldur