Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 68
D a i s y N e i j m a n n 68 TMM 2016 · 2 og gildi sem hafa þó í raun tapað merkingu sinni. Menning, hugmyndafræði og valdakerfi byggjast enn á gildum sem fólk hefur ekki lengur trú á og eru því í ósamræmi við veruleikaskyn þeirra. Það er athyglisvert að skoða eldri sögur Svövu í þessu ljósi gróteskunnar. Svava birtir fyrstu smásögu sína tvítug, árið 1950, þegar hún vinnur smá- sagnakeppni („Konan í kjallaranum“ hét hún), en fyrsta bók hennar, 12 konur, kemur ekki út fyrr en 15 árum seinna, eða 1965. Þetta er smásagna- safn, alveg eins og næsta rit hennar, Veizla undir grjótvegg, frá 1967, en í þessu safni eru nokkrar þekktustu sögur hennar, s.s. „Eldhús eftir máli“ og „Saga handa börnum“. Á þessum tíma er sveitin ennþá viðmið í íslenskum skáldsögum og íslenskri menningu, þó að hún sé löngu hætt að vera það í raunveruleikanum. Hin dæmigerða aðalpersóna í íslenskum skáldsögum býr kannski í þéttbýli en á ekki heima þar – hugur og hjarta eru enn í sveitinni. Nokkrir karlhöfundar s.s. Guðbergur Bergsson og Thor Vilhjálmsson reyndu að breyta þessu með því að flytja hugmyndir og strauma úr erlendum háskóla- og menningarborgum inn í íslenskan skáldskap, en tilraunir þeirra áttu ekki miklum vinsældum að fagna til að byrja með.3 Inn kemur Svava Jakobsdóttir og tekur púlsinn á fólki sem býr í nútíma- heimi, á algjörlega nýstárlegan hátt. Aðalpersónurnar í hennar verkum þrá ekki að komast aftur á æskuslóðir og láta sig ekki dreyma um sveitalíf og gamla daga. Þær hafa flestar tekið nútímasamfélagi opnum örmum. En hverjar eru afleiðingar þeirra umbrota sem hafa átt sér stað í íslensku sam- félagi á aðeins þremur áratugum, í kjölfar þess að hernám færði Íslendingum fullt af peningum og nútímavæðingin færðist í aukana svo um munaði? Hvaða áhrif hafa ríkidæmi, neyslumenning og borgarlíf á þjóð sem hefur svo nýlega og snögglega sest að í nútímanum? Svava afhjúpar yfirborð nútíma- samfélags með köldum nákvæmum lýsingum sínum og súmmar inn á sálina: hvað verður af henni í kjölfar þessa umróts? Sögupersónur Svövu eru flestar umkomulausar, áttavilltar, óöruggar, jafnvel óttaslegnar þarna á landa- mærum tveggja heima, þess gamla og nýja. Því innra með okkur breytumst við aldrei eins hratt og umhverfi og aðstæður, sem veldur því að við slitnum úr tengslum við okkar innri mann, sálina, sjálfið – eða hvað við viljum nú kalla það. Við leikum okkar daglega hlutverk í samfélaginu eins og við höldum að sé ætlast til af okkur – reynum að standa okkur – en á meðan fjar- lægjumst við okkur sjálf – verðum sjálfum okkur framandi. Svava skynjaði þessa firringu, skildi hana, og henni tókst að færa hana upp á yfirborðið og gefa henni áþreifanlegt form í sögum sínum. Þetta sjáum við til dæmis í sögunni „Útsýni“, sem mér finnst alveg sér- staklega skemmtileg og áhrifarík. Hún er líka í Veizlu undir grjótvegg. Hall- veig er nýflutt heim til Íslands eftir að hafa lengi búið erlendis, þar sem hún bar alltaf mynd Íslands í huga sér. Þegar hún kemur heim flytur hún inn í íbúð með stórum stofuglugga þar sem útsýnið staðfestir þessa mynd hennar af Íslandi. Það er ekki fyrr en þá sem henni finnst hún vera komin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.