Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 71
„ Á l a n d a m æ r a h a f i n u “ TMM 2016 · 2 71 (600). Ótrúlega falleg mynd sem Svava dregur upp hér, og táknræn eins og alltaf, því þegar lesandinn fer að kynnast Önnu verður ljóst að hluti af henni, þeirri Önnu sem ólst upp á Íslandi, er einmitt steinrunninn eins og landið, og verkefni hennar í þessari Íslandsferð er uppgjör við sjálfa sig og fortíðina, sem liggur í gegnum mýkt ástarinnar og fyrirgefningarinnar. Sérlega falleg og átakanleg saga, „Fjörusteinn“, er í sömu bók. Hér fær lesandinn að sjá í hug aldraðs manns á meðan börnin hans undirbúa móður sína undir flutning á hjúkrunarheimili, en hún er orðin heilsulaus og hann of roskinn til að geta séð um hana lengur. En það er honum þungbært að missa Sigríði konuna sína af heimilinu. Á meðan hugrenningar og blendnar tilfinningar sækja að honum teygja hendur hans sig næstum ósjálfrátt eftir fjörusteini í gluggakistunni. Steinninn virðist honum allt í einu lífsföru- nautur: Þetta var venjulegur fjörusteinn sem hann hefði ekki litið við þegar hann var yngri en uppgötvaði nú að með aldrinum lærðist manni að greina mál steina, gat hlýtt á ævisögu þeirra og sagt þeim sína. […] mótaður af misjöfnum öldum og sverfandi brimi uns hann var orðinn ávalur og þjáll og misfellulaus, hann hvíldi þægilega í lófa án þess að þyngja eða særa, þéttur, traustur. Fullskapaður var þessi steinn, formið endanlegt og yrði ekki breytt úr þessu. (632–33). Steinninn hafði minnt á sig í fjörunni þegar hann kynntist Sigríði: Hann rétti Sigríði steininn varlega líkt og steinninn væri brothætt egg, óbætanlegt ef það brotnaði og hún hafði tekið við þessum dýrgrip þegjandi með sama hugarfari og hann. Það vissi hann […] vegna þess að hvort um sig var löngu farið að eigna hinu eigin hugsanir. (633) Öfugt við vegginn í „Veizlu undir grjótvegg“ sem aðskilur hjónin er fjöru- steinninn í þessari sögu sameiningartákn þeirra hjóna, lífsegg þeirra sem geymir minningar um sameiginlegt líf. En nú þarf að ákveða hvar steinninn eigi að vera. Og þá fyrst gerir gamli maðurinn sér grein fyrir því hvað það þýðir að missa einhvern sér nákominn. Hann krýpur við rúm hennar, „lagði steininn ofan á sængina og hélt þar um hann báðum höndum eins og hann væri að færa fórn sem honum væri þó um megn að sleppa“ (635). Því „steini gæti blætt út væri honum skipt í tvennt“ (635). Venjulegur fjörusteinn verður þannig magnað tákn um lífsleið og ást þess- ara hjóna, ástarsamband þeirra, óbrjótandi, en blæðir út þegar það brotnar í sundur. Það sem skilur fólk að er annað mjög áberandi þema í verkum Svövu, landamæri og stundum líka þau mörk eða landamæri sem gera það að verkum að sumir verða útskúfaðir úr samfélaginu. Svava þekkti vel til landamæra sjálf því hún ólst að hluta til upp í Kanada, þar sem faðir hennar starfaði sem prestur meðal Vestur-Íslendinga, stundaði síðar nám í Banda- ríkjunum og Bretlandi og starfaði í Svíþjóð. Glöggt er gests augað segir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.